miðvikudagur, 8. október 2008

Karlakvef

Það er orðið brjálæðislega langt síðan ég skrifaði síðast, ég veit en það er bara vegna þess að hér rennur allt sinn vanagang. Það gerist ekkert merkilegt.

Í vinnunni minni þarf maður að taka að sér ýmis verkefni og fékk ég nokkur núna í síðustu viku. Ég á að sjá um að panta matinn, pínku skerí þar sem forveri minn var rekinn úr stöðunni fyrir að standa sig ekki. Held að þið getið alveg ímyndað ykkur hvað gerist ef maturinn fer í fokk, týpískt eitthvað til að verða brjálaður yfir. Ég verð því að standa mig og temja mér eitthvað sem heitir skipulagshæfni og á meðan ég man ætti ég að fletta því orði upp í orðabók. Mér hefur aldreiiii tekist að vera skipulögð og ég fékk meira að segja í magann þegar ég laug því í atvinnuviðtalinu að mér hafi tekist að temja mér skipulögð vinnubrögð í námi og starfi. Það var örugglega stærsta lygi lífs míns.

nú liggur meistarakokkurinn heima lasinn, hann er með svokallað karlakvef. Það er miklu verra en það kvef sem við konur fáum. Það þarf að annast karla með kvef og það hef ég gert með miklum sóma að mér finnst. Hjólaði út í apótek, bakarí og sjoppu, kom heim með hóstasaft, hálsbrjóstskykur, rúnnstykki og ís. Hann hefur allt það sem karlakvef krefst og nú situr hann hérna með húfu og trefil og aumkar sér við mömmu sína í gegnum msn. Ég veit ekki hvað hann gerir þegar ég fer í vinnuna eftir klukkutíma, vona bara að hann hafi það af.

Nú er amma örugglega farin að vorkenna stráknum því ég geri svo mikið grín að honum en þetta karlakvef er bara staðreynd og hann benti mér á það sjálfur. hér er heimild um slíkt:
ég er farin að finna bjöllu handa stráknum