jæja gott fólk,
nú á ég að vera að skrifa fyrirlestur en finnst enginn tími betri en nú til að blogga smá. Fyrirlesturinn fjallar um samvinnu eystrasaltsríkjanna þriggja og fyrr mega nú aldeilis vera leiðindin maður! Hinar og þessar bölvuðu nefndir og allar skyldar evrópusambandinu sem er náttúrulega ekki beint skemmtilegt battarí. Svona ef maður þarf að setjast niður og lesa um allar þessar nefndir og ráð.
Á þeim tíma sem ég skrifa þetta blogg er kominn 27.nóvember og þá á Afi ammæli. Til hamingju Afi stebbi!!! Hann er 79 ára í dag, í megrun og á leiðinni í skíðaferð. Ég frétti í dag að nú drekkur hann bara grænt te og ekkert kaffisull.
Tallinn var frábær, við fórum þrjár stelpur að heimsækja þá fjórðu og skemmtum okkur konunglega. Borgin er falleg og fólkið vinalegt sem kemur á óvart í þessum heimshluta verð ég að segja. Við fórum á listasafn, skoðuðum höll forsetans, versluðum og drukkum bjór. Allt sem gert er í stelpuferð! Valentína vinkona mín frá ítalíu sem ekki alveg vön norrænum drykkjuhefðum, hrópaði upp yfir sig á laugardagskvöldið með yndislega ítölskum hreim: Fakkuh! æ ema drönk dúnæt againah.
Ég held að þetta verði einkunnarorð rigadvalar okkar allra. Ég er að minnsta kosti komin með smá bjórvömb.
Nú er komið að upprisu þessa bloggs og er tilefnið vettvangsrannsókn til Bangladesh í tengslum við Masters-verkefni mitt. Hér mun ég deila reynslu minni af ferðalaginu og vonandi myndum en það veltur á internet aðgengi hversu mikið og oft ég skrifa.
fimmtudagur, 22. nóvember 2007
skuldbindingarfælni
jæja lesendur góðir, er að blogga í annað sinn á stuttum tíma. Hvað finnst ykkur um það?
Á morgun fer ég til Tallinn í skemmtiferð sem virðist ætla að verða stelpuferð og ekkert nema gott um það að segja. Við ætlum að heimsækja hana Isabel sem er lærlingur í Goethe-institute í Tallinn en hún var lærlingur hér fyrst. Tallinn ku vera fínasta borg og hlakka ég bara svolítið til að sjá. Marie-louise segir að hægt sé að gera góð jólagjafakaup þar, veit ekkert um það en við sjáum til.
Á eftir fer ég í einhvern skóla í einhverjum bæ sem heitir Ogre og held fyrirlestur um Ísland og íslensku. Ég samþykkti í einhverju meðvirkniskasti að gera þetta fyrir nokkrum mánuðum og er að sjá aðeins eftir því núna. Ég á nefnilega að vera að læra! Veit ekki alveg hvar þetta endar allt með skólann.
En í dag borgaði ég inn á leiguíbúð fyrir norðan og hef þar með gert skuldbindingu um að búa ein og borga fullt í leigu. Mér er bæði létt og er pínu stressuð yfir þessu öllu. Æðislegt að vera komin með samastað og það ein í fyrsta skipti á ævinni. En jeminn hvað þetta er dýrt maður, þetta reddast allt saman. Ég fæ alltaf smá köfnunartilfinningu þegar ég þarf að ákveða eitthvað svona langtíma...eitthvað. En það eru allir velkomnir í heimsókn á Klettastíg eftir áramót. Mig vantar líka rúm, húsgögn og sjónvarp. Gæti samt verið komin með eldhúsborð og stóla.
góðar stundir
p.s. um daginn fór ég í dýragarð og tók myndir sem nú eru komnar á myndasíðuna mína.
Á morgun fer ég til Tallinn í skemmtiferð sem virðist ætla að verða stelpuferð og ekkert nema gott um það að segja. Við ætlum að heimsækja hana Isabel sem er lærlingur í Goethe-institute í Tallinn en hún var lærlingur hér fyrst. Tallinn ku vera fínasta borg og hlakka ég bara svolítið til að sjá. Marie-louise segir að hægt sé að gera góð jólagjafakaup þar, veit ekkert um það en við sjáum til.
Á eftir fer ég í einhvern skóla í einhverjum bæ sem heitir Ogre og held fyrirlestur um Ísland og íslensku. Ég samþykkti í einhverju meðvirkniskasti að gera þetta fyrir nokkrum mánuðum og er að sjá aðeins eftir því núna. Ég á nefnilega að vera að læra! Veit ekki alveg hvar þetta endar allt með skólann.
En í dag borgaði ég inn á leiguíbúð fyrir norðan og hef þar með gert skuldbindingu um að búa ein og borga fullt í leigu. Mér er bæði létt og er pínu stressuð yfir þessu öllu. Æðislegt að vera komin með samastað og það ein í fyrsta skipti á ævinni. En jeminn hvað þetta er dýrt maður, þetta reddast allt saman. Ég fæ alltaf smá köfnunartilfinningu þegar ég þarf að ákveða eitthvað svona langtíma...eitthvað. En það eru allir velkomnir í heimsókn á Klettastíg eftir áramót. Mig vantar líka rúm, húsgögn og sjónvarp. Gæti samt verið komin með eldhúsborð og stóla.
góðar stundir
p.s. um daginn fór ég í dýragarð og tók myndir sem nú eru komnar á myndasíðuna mína.
sunnudagur, 18. nóvember 2007
Gleðilega þjóðhátið
Í gær fór ég í rosa fyndið matarboð. Kennarinn minn og kona hans buðu mér í mat ásamt lækni sem þau kynntust nýverið. Markús (kennarinn minn) þurfti nefnilega að fara í botnlangaskurð og þótti læknirinn svo fyndinn týpa að hann ákvað að bjóða honum í mat. Ég man ekkert hvað læknirinn heitir en hann hafði mikinn áhuga á að flytja til Íslands og ætlar Markus að reyna að hjálpa honum. Gaurinn átti rosa fensí Ipod sem var svona snertiIpod og eyddi hann góðum 20 mínútum í að sýna mér allt sem þessi æðislega græja inniheldur. Hann talaði voða mikið um fensí læknatól sem spítalinn hans hefur ekki efni á að kaupa og reyndi að fá okkur öll til að skipta yfir í apple-tölvur. Sem sagt algjör græjukarl og mun hann passa ágætlega inn í íslenskt samfélag hvað það varðar.
Í dag er þjóðhátíðardagur Letta og nú er í gangi skrúðganga sem ég ætti að vera að horfa á en er svo asskoti slöpp eitthvað (nei ég er ekki þunn). Ég heyri í sprengingum og efast ég um að það séu flugeldar þar sem ekki er farið að dimma enn. Skrúðgangan á að vera skipuð hermönnum, mér þykir allt þetta hermanna dót hérna svo spes. En auðvitað ef maður hugsar um sögu þessa lands þá er mikið um baráttu fyrir sjálfstæði og sjálfsmynd þjóðarinnar. Her er alltaf fínt tól til að þjappa saman þjóð, Björn Bjarnason meira að segja veit það. Um daginn var Lacplesis dagur sem er sérstakur dagur til minningar um fallna hermenn og til heiðurs hermanna almennt. Það var mikið húllumhæ í tengslum við þennan dag og áberandi meiri ölvun en aðra sunnudaga. Herinn virðist vera ansi tengdur sjálfsmynd Letta og minnir mig ósjálfrátt á Bandaríkjamenn.
Almenn ölvun er annað sem slær mig soldið hérna. Um helgar, bæði dag og nótt má sjá mikið af dauðadrukknu fólki. Aðallega karlmenn og eru þeir á öllum aldri. Það er ekkert vesen á þeim en bara sjáanlega ölvaðir og það finnst mér bara svo furðulegt. Þetta pirrar mig meira að segja pínu. Ég er að reyna að sjá menningarlega þáttinn í þessu og bera saman við furðulega hegðun annarra þjóða en ég kann samt ekki við þetta. Markús sagði mér að hér sé AA eiginlega óþekkt og hugmyndin um alkahólisma mjög fjarlæg ef ekki óþekkt. Fólk er bara fullt og sumir fullir soldið oft og mikið en alkahólistar eiginlega ekki til hér í landi. Fyrir mér er þetta bara ömurlegt en það gæti verið meðvirknin í mér ;). Við eigum svo mikið af fínum hugtökum til að útskýra allan fjandann kannski er það ekkert betra.
Í dag er þjóðhátíðardagur Letta og nú er í gangi skrúðganga sem ég ætti að vera að horfa á en er svo asskoti slöpp eitthvað (nei ég er ekki þunn). Ég heyri í sprengingum og efast ég um að það séu flugeldar þar sem ekki er farið að dimma enn. Skrúðgangan á að vera skipuð hermönnum, mér þykir allt þetta hermanna dót hérna svo spes. En auðvitað ef maður hugsar um sögu þessa lands þá er mikið um baráttu fyrir sjálfstæði og sjálfsmynd þjóðarinnar. Her er alltaf fínt tól til að þjappa saman þjóð, Björn Bjarnason meira að segja veit það. Um daginn var Lacplesis dagur sem er sérstakur dagur til minningar um fallna hermenn og til heiðurs hermanna almennt. Það var mikið húllumhæ í tengslum við þennan dag og áberandi meiri ölvun en aðra sunnudaga. Herinn virðist vera ansi tengdur sjálfsmynd Letta og minnir mig ósjálfrátt á Bandaríkjamenn.
Almenn ölvun er annað sem slær mig soldið hérna. Um helgar, bæði dag og nótt má sjá mikið af dauðadrukknu fólki. Aðallega karlmenn og eru þeir á öllum aldri. Það er ekkert vesen á þeim en bara sjáanlega ölvaðir og það finnst mér bara svo furðulegt. Þetta pirrar mig meira að segja pínu. Ég er að reyna að sjá menningarlega þáttinn í þessu og bera saman við furðulega hegðun annarra þjóða en ég kann samt ekki við þetta. Markús sagði mér að hér sé AA eiginlega óþekkt og hugmyndin um alkahólisma mjög fjarlæg ef ekki óþekkt. Fólk er bara fullt og sumir fullir soldið oft og mikið en alkahólistar eiginlega ekki til hér í landi. Fyrir mér er þetta bara ömurlegt en það gæti verið meðvirknin í mér ;). Við eigum svo mikið af fínum hugtökum til að útskýra allan fjandann kannski er það ekkert betra.
þriðjudagur, 6. nóvember 2007
aðstoð óskast
jæja þá held ég að veturinn sé barasta kominn. Mér er alla vega skítkalt og finn engar sokkabuxur sem ekki eru gerðar úr nyloni. Það er svo skrítið hvað það er erfitt að finna hlý föt í þessu landi svona miðað við hvað það verður kalt hérna.
En ég er byrjuð að skrifa túristagrein fyrir bissnessblaðið hérna í Lettlandi og gengur ágætlega. Ég á samt að skrifa útfrá eigin reynslu og forðast túristaauglýsingatungumálið en muna að markhópur blaðsins eru auðugir viðskiptajöfrar. Hvurn andskotann hef ég gert á íslandi sem ég get mælt með við svoleiðis fólk? Ég verð að ljúga býst ég við. En ég hef nú samt ákveðið að segja frá uppáhaldsstöðunum mínum, landmannalaugum, jökulsárlóni og svo fram eftir götunum. En það sem ég er að biðja ykkur um kæru lesendur eru ljósmyndir. Ef ykkur er sama um að myndirnar ykkar birtist í lettnesku dagblaði fyrir ríka karla þá þætti mér ofsa vænt um að geta myndskreytt greinina mína. Þá er ég sérstaklega að tala um landslagsmyndir en meiga svo sem alveg vera djamm-myndir líka ef fólk vill. Dagblaðið mun borga fyrir myndirnar sem birtar eru svo þetta gæti verið bissness fyrir ykkur. Ég get þó ekki lofað að ágóðinn verði mikill þar sem launakjör hér eru fyrir neðan allar hellur. En þið væruð að gera mér ofsalega mikinn greiða og kannski fengjuð súkkulaði að launum frá mér.
Annars er ekkert nýtt að frétta af mér. Þessi dvöl er nú aldeilis að styttast í annan endann og rétt rúmar 6 vikur þar til ég kem heim. Ég verð að fara að drífa mig að gera allt dótið sem ég ætlaði að gera, úff!
En ég er byrjuð að skrifa túristagrein fyrir bissnessblaðið hérna í Lettlandi og gengur ágætlega. Ég á samt að skrifa útfrá eigin reynslu og forðast túristaauglýsingatungumálið en muna að markhópur blaðsins eru auðugir viðskiptajöfrar. Hvurn andskotann hef ég gert á íslandi sem ég get mælt með við svoleiðis fólk? Ég verð að ljúga býst ég við. En ég hef nú samt ákveðið að segja frá uppáhaldsstöðunum mínum, landmannalaugum, jökulsárlóni og svo fram eftir götunum. En það sem ég er að biðja ykkur um kæru lesendur eru ljósmyndir. Ef ykkur er sama um að myndirnar ykkar birtist í lettnesku dagblaði fyrir ríka karla þá þætti mér ofsa vænt um að geta myndskreytt greinina mína. Þá er ég sérstaklega að tala um landslagsmyndir en meiga svo sem alveg vera djamm-myndir líka ef fólk vill. Dagblaðið mun borga fyrir myndirnar sem birtar eru svo þetta gæti verið bissness fyrir ykkur. Ég get þó ekki lofað að ágóðinn verði mikill þar sem launakjör hér eru fyrir neðan allar hellur. En þið væruð að gera mér ofsalega mikinn greiða og kannski fengjuð súkkulaði að launum frá mér.
Annars er ekkert nýtt að frétta af mér. Þessi dvöl er nú aldeilis að styttast í annan endann og rétt rúmar 6 vikur þar til ég kem heim. Ég verð að fara að drífa mig að gera allt dótið sem ég ætlaði að gera, úff!
fimmtudagur, 1. nóvember 2007
vídjófjör
Við sólveig fundum rosa fyndinn áfengismæli á bar nálægt heimili mínu. Við urðum náttúrulega að prófa. Ef allt gengur að óskum þá ætti að vera einhverskonar linkur hér fyrir neðan
vélin talaði með rosa fyndnum hreim ég vona að það heyrist.
myndir af ævintýrum okkar koma von bráðar en ég er samt að fara í ferðalag á morgun svo ég veit ekki hvernig fer.
vélin talaði með rosa fyndnum hreim ég vona að það heyrist.
myndir af ævintýrum okkar koma von bráðar en ég er samt að fara í ferðalag á morgun svo ég veit ekki hvernig fer.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)