laugardagur, 26. júlí 2008

leikur að orðum

Vissuð þið að íslenska orðið hafurtask er sletta? Það er komið af enska orðinu haberdasj (sorrí veit ekki hvernig stafast á frummálinu) sem þýðir smáhlutir eða sá sem selur slíkt. Hann Karl Th. Birgisson segir að þetta hafi komið með enskum kaupmönnum til Íslands. Ég hlóð sem sagt niður uppáhaldsþættinum mínum á gömlu gufunni af netinu og er að hlusta núna. Alltaf þegar ég hlusta á þennan þátt uppgötva ég mér til mikillar mæðu hversu lítil íslenskumanneskja ég er. En ég get aldrei svarað einni einustu spurningu, Aldrei! En það er samt stuð að hlusta.

Fórum á ströndina í gær og tókum með okkur nesti í þetta skipti að hætti dana. Vá hvað ég hef litla eirð í mér til að liggja svona, næst tek ég með badmintonspaðann, fótboltann, taflborðið og sudokurnar. Meistarakokknum tókst þó að halda mér rólegri í tvo og hálfan tíma með plötusnúðstilþrifum. Hann tók ipoddinn nefnilega með og ofsalega fyndnu gettóblasterhátalarana sem ég fékk í jólagjöf frá mömmu fyrir tveimur árum. Það er hægt að hengja þá í beltið sitt, labba með það út um allt og dreyfa þannig gleðinni. Ég get ekkert hangið svona úti án þess að vera gera eitthvað magnað, þetta er ekki hægt. Hér eru engin fjöll svo ég þarf að læra að vera úti og gera ekkert.

Rétt hjá okkur er ofsa fínn garður þar sem fólk kemur og hangir heilu og hálfu dagana. Sumir drekka bjór, aðrir grilla á engangsgrillum og enn aðrir liggja í sólbaði. Þetta er eiginlega fullkomið tækifæri til þess að æfa sig í að gera ekkert. Þangað er hægt að fara tiltölulega fyrirhafnarlaust og að sjálfsögðu jafn auðvelt ef mann langar heim strax aftur sem er kostur. Ég er ein heima í dag og er að spá í að nota daginn í að æfa mig í að gera ekkert í hverfisgarðinum. Já vitiði, ég held ég geri það bara! smelli mér yfir með allt mitt haberdasj.

laugardagur, 12. júlí 2008

Pirripú

Er ekki eitthvað pínu sérstakt að unglingum sem vinna í kirkjugörðunum sé boðið að kíkja á lík af bláókunnugum manni til þess að kenna þeim sitthvað um dauðann? Er ekki verið að taka fram fyrir hendur foreldranna í þessu tilfelli? Jú sjálfsagt er mikilvægt að fræða börn og unglinga um lífið, dauðann og það allt, en þarf það að gerast á vegum hins opinbera (unglinga- eða bæjarvinnan)? Stundum finnst mér eins og ábyrgð foreldranna farið æ minnkandi. Hvers á líka dáni maðurinn að gjalda? Samþykkti hann að vera til sýnis eftir dauða sinn? Æi ég veit það svo sem ekki en ég kynntist þessum hluta tilverunnar í faðmi fjölskyldu þar sem ég kvaddi ömmur og afa, það er líklegast þess vegna sem mér þykir þessi kennsluaðferð verkstjóra í kirkjugörðunum sérstök.

Annað sem fer í taugarnar á mér þessa dagana: Íslendingar taka ekki við hælisleytendum! Af hverju ekki? Jafn vel ekki þegar hælisleytandi á konu og barn á Íslandi, kommon! Af hverju í ósköpunum ættu Íslendingar ekki bjóða fólk velkomið? Dyflinnarsamningur smyflinarsamningur! við höfum pláss og getu til þess að taka á móti fólki sem til Íslands vilja koma. Ég las líka að útlendingastofnun hafi viðurkennt að hafa ekki skoðað aðstæður hælisleytenda á Ítalíu sem eru víst ofsalega slæmar og líklegt er að Herra Ramsey verði sendur til Kenýu aftur þar sem hann á sér ekki viðreisnar von (Davíð Þór Jónsson, Vita Facilis). Ég hef aðeins náð að fylgjast með þessu máli á mbl en geri mér grein fyrir því að ég er sjálfsagt ekki eins vel að mér í þessu máli og ég gæti.

En ég veit þó eitt, Dyflinnarsamningurinn er ekki gerður til þess að loka landamærum fyrir flóttamönnum og hælisleytendum. Samningurinn er hluti af Schengen samningnum sem við erum aðilar að (sem er bæ ðe vei kominn undir fyrstu stoð Evrópusambandsins og er því yfirþjóðlegur, ví ar ólreddí ðer pípúl væ not djóin) og átti að tryggja það að hælisleytendur væru ekki sendir heim aftur eða fram og til baka áður en mál þeirra væru tekin upp. Samningurinn er til verndar hælisleytendum og til þess að þeir verði ekki sendir beint heim aftur. Það er því skylda þess lands sem hælisleytandi kemur fyrst til innan schengen að taka upp málið svo að alla vega einhver geri það. Samningurinn er ekki til þess að fría önnur lönd ábyrgð því hann kemur ekki veg fyrir að önnur lönd taki upp málið. Nóta bene það er ekki hægt að fljúga beint til Íslands frá Kenýa svo það er líklegt að Herra Ramsey hafi þurft að millilenda einhvers staðar innan schengen áður en hann kom til Íslands (hjúkkitt fyrir Björn Bjarnason og Útlendingastofnun). Ef þið viljið lesa meira um þetta má lesa bloggið hans Eiríks Bergmanns eða bækurnar hans.

Og svo ekki sé minnst á bölvaða stóriðjustefnuna! oh ég er reiður Íslendingur.

sunnudagur, 6. júlí 2008

Rólegheit á heitum sunnudegi

Fórum á Jass í dag í bongóblíðu í garði konungsins, voða huggulegt á sunnudagseftirmiðdegi. Það var stappað af fólki en við virtumst toga meðalaldurinn örlítið niður á við. Það sem mér þótti skemmtilegast við þessa tónleika var alls ekki söngvarinn úff púff heldur að gestirnir voru atvinnupikknikkarar. Allt í kringum okkur voru hópar á teppum með heila búslóð í körfunum sínum og snæddu dýrindis nesti. Rauðvín var drukkið úr kristalsglösum og kökurnar snæddar af fínasta postulíni. Ég missti mig algjörlega í að glápa á kræsingarnar allt í kringum okkur á meðan ég japplaði á pizzunni minni og sötraði bjórinn ÚR DÓSINNI.

Síðast þegar ég fór á útitónleika í garði var það þegar Sigurrós spilaði um árið á Klambratúni (ekki núna um daginn) og bauð fólki að koma frítt. Þá vorum við Hjördís og Herdís með stóla með okkur og teppi, ofsalega pró. Við vorum komnar snemma og fundum okkur fínasta pláss til að hlamma okkur niður algjörlega búnar að gleyma því hvernig íslendingar haga sér. Eftir korter gáfumst við og hinir örfáu sem ætluðu að hafa það kósý upp og stóðum upp til að ekki yrði trampað á okkur. Mér varð hugsað til þessara tónleika í dag.

Eins varð mér hugsað til Kim Larsen tónleikanna sem við Sólveig og Snorri fórum á hér í köben þegar ég kláraði sálfræðina. Þegar tónleikarnir voru búnir gengu tónleikagestir rólega út og biðu í röð eftir yfirhöfnunum sínum. Það þótti mér magnað.

Ég er samt farin að hallast að því að við séum skemmtilegri

laugardagur, 5. júlí 2008

Ragnar Eiríksson rauði

Ég er voðalega andlaus þessa dagana þegar kemur að blogginu, er voða hress og kát en hef frá litlu að segja. En nú kemur eitthvað smá!

Byrjuð að vinna og búin að vera á kvöldvöktum þessa viku og jeminn hvað það er alltaf erfitt að byrja aftur eftir skólasetu og almennt iðjuleysi. Mér líkar bara ágætlega en í gær var ég á síðustu vakt þessarar viku og orðin svo þreytt að ég gat varla talað, allavega ekki dönsku.

Við fórum á ströndina um daginn enda veðrið orðið eins og á majorka. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað: Ég smyr á mig samviskusamlega sólarvörn sem keypt var í tiger (þó ég hafi ekki haft mikla trú á því gluði) og skipa meistarakokki að gera slíkt hið sama. Hann segist ekki brenna rétt eins og svo margir íslendingar: verð bara doldið rauður og svo brúnn! Ég er ekki mamma hans svo ég læt gott heita en hvísla nú samt að honum sjáum til í kvöld neneneneh!

Eftir ströndina fer ég að vinna og kokkur heim að þvo þvott og vaska upp. Þegar ég labba svo upp tröppurnar í íbúðinni eftir vaktina segir hann í uppgjafartón: okei það er bannað að dansa æ tóld jú só dansinn!



Þetta er afrakstur strandarferðar (ég veit ekki hvort myndin geri skaðbrunanum nógu góð skil). En núna fjórum dögum seinna lítur hann nákvæmlega eins út og í gær urðu vinnufélagarnir mjög stoltir þegar þeir sáu að nýji útlendingurinn var kominn í fánalitina. nota bene þegar hann fer úr buxunum fær maður ofbirtu í augun því lærin eru svo hvít.

Ég skemmti mér konunglega yfir þessu og hlæ að honum við hvert tækifæri. Sit og glápi á bumbuna á honum og pota í hann með reglulegu millibili við litla kátínu drengsins. Ég komst líka að því að sólaráburðurinn úr tíger svínvirkar því ég brann ekki nema á smá bletti á bakinu sem ég náði ekki til (það er pínu vont en ég get víst ekki kvartað). Ég er með ógeðslega fyndin puttaför á bakinu eftir sjálfa mig og áburðinn.

Hef heyrt svo marga karla (og konur reyndar líka) lýsa því yfir að þeir brenni bara aldrei, verð bara doldið rauður og svo brúnn seinna. Mig langar doldið að útskýra: Ef þú ert orðin/nn rauð/ur þá er orðinn skaði af völdum sólarinnar, brúnkan er líka skaði. Litabreytingin er viðbrögð húðarinnar við skaða. Húðkrabbamein er algengt á Íslandi og ekki bara af því sumir fara rosamikið í ljós, fólk notar ekki sólarvörn. Því það brennur ekki skiluru!

Þessa vísu hefur meistarakokkurinn fengið að heyra doldið síðustu daga og smyr hann sig nú í bak og fyrir þó hann sé fullklæddur og inni allan daginn í vinnunni. Mér þykir þetta voða gaman, alltaf gaman að hafa rétt fyrir sér nani nani búbú!

Inga, gaman að heyra að þú kíkir við hérna. vona að íslandsförin hafi verið skemmtó en heimboðið hingað stendur enn, það er svaka stuð hérna líka;)

Arna, já það væri gaman að plana eitthvað stuð í köben og groeningen (amma kolla sagði að Þetta væri líklega ekki rétt skrifað)

góðar stundir,

p.s. ég er með voða intelektjúal grein í smíðum (neh kannski ekki intellektjual en einhverjar hugleiðingar) sem ég pósta bráðum. mig er farið að hungra í að lesa fræði og hugsa aftur svo þið fáið að kenna á því.