Hérna er eina myndin sem ég á af Kronborgarkastala en meistarakokkurinn var með í för og risastóra myndavélin hans. Ef þið veljið linkinn sem heitir ragnaldur (ekki heldur hans rétta nafn) hér við hlið þá getið þið fundið link sem heitir myndir og þar eru rosa fínar myndir líka.
Við fengum fyrirlestur um leið og við gengum í gegnum kastalann sem var voða fínt nema hvað athyglisbresturinn minn leyfir mér ekki að njóta slíks til fullnustu. Ég gerði mitt besta til að fylgjast með en maðurinn var svo skrítinn sem var að tala. Hann var með rakað hár nema hvað hann hafði augljóslega gert það sjálfur svo það voru blettir hér og þar sem hann hafði ekki náð til, svona helgidagar. Hann var í allt of stuttum buxum, sem voru þröngar líka og hann hafði troðið fullt af dóti í vasana. Það sem gerði mig alveg brjálaða var að hann lokaði alltaf augunum þegar hann talaði. En það var samt ekkert honum að kenna að ég gat ekki fylgst með ég verð bara svo þreytt þegar ég þarf að hlusta á fyrirlestra, finnst ég bara komin í barnaskóla aftur og langar helst að hvísla og senda miða með skilaboðum til sessunauta minna. En alla vega hér eru nokkrar myndir.
Okkur þótti gosbrunnurinn doldið unimpressiff þegar við komum fyrst en fengum svo að heyra að svíarnir hefðu stolið honum og að þetta hafi verið rosa smart. Bölvaðir Svíarnir!
Það voru svona ofsa fínar myndir í loftinu sums staðar. Þegar þarna var komið við sögu var ég orðin þreytt og alveg hætt að hlusta.
Þetta er hurð sem var pöntuð frá afríku eða eitthvers staðar langt í burtu sem ég man ekki alveg. En hún var svo lengi á leiðinni og á meðan brann kastalinn eða allt sem var inni í honum svo þetta er það upprunalegasta (er ég að tala doritísku núna?). Hurðin átti að vera á svefnherbergi drottingar en ákveðið var eftir brunann að hafa hana einhvers staðar þar sem hún sést eftir að allt annað hafði brunnið. Svo nú er hún í partísalnum.
Stráknum þótti rosa gaman í kirkjunni (not)
Eftir að hafa skoðað kastalann fína fengum við okkur nesti á pikknik ería sem er staðsett rétt hjá og eins og áður sagði var það sá hluti ferðarinnar sem stóð upp úr hjá mér. Ég vandaði mig líka svo við að búa til nestið. við vorum með svona lúksus nesti að hætti dana. Þegar við höfðum setið þarna í örskamma stund kom dönsk fjölskylda og þau voru með kaffi á brúsa og postulíns bolla. Þar klikkaði ég, man það bara næst.
Það voru epli á trjánum í garðinum!
Nú er komið að upprisu þessa bloggs og er tilefnið vettvangsrannsókn til Bangladesh í tengslum við Masters-verkefni mitt. Hér mun ég deila reynslu minni af ferðalaginu og vonandi myndum en það veltur á internet aðgengi hversu mikið og oft ég skrifa.
fimmtudagur, 18. september 2008
mánudagur, 15. september 2008
Jeg (hjarta) Ama'r
jæja, þá er komið að fréttum... ekkert merkilegt samt sko.
Í gær fórum við til Helsingör að skoða kastalann hans Hamlets. Það var voða fínt, fórum í lest og tókum með okkur nesti. Mér þótti mest gaman að nestinu undir berum himni (í september!) en það er nottla af því ég er matargat. Meistarkokkinum fannst mest gaman að skoða kjallarann þar sem var dimmt og Holger danski á heima. Hann er risi sem á að koma og bjarga málunum ef allt fer til fjandans í Kronborg (kastalinn hans Hamlets). Við tókum fullt af myndum sem kannski birtast hér síðar, veit ekki hvort þær eru nógu skemmtó.
En eftir að hafa skoðað kastalann röltum við aðeins um litla sæta bæinn og var hann rosa hljóðlátur og kósí. Settumst á útikaffihús (í september!) þar sem var fullt af ilmandi gróðri. En eftir að hafa rölt um og fengið okkur smá hressingu ákváðum við að taka bátinn yfir til Helsingborgar í Svíþjóð. Það var pínu stuð, tók aðeins 18 mínútur og það var fríhöfn og allt!
Mér fannst þetta svo gaman að mig langar bara í fleiri ferðalög.Ég hef samt komið þarna einu sinni áður með Hafdísi og Stulla 1991 (sirka) ég mundi ekkert eftir því að það hefði verið svona krúttlegt. Næst langar mig til Berlínar, ekki það að Helsingör og Berlín eigi nokkuð sameiginlegt.
Vinnan er aðeins farin að venjast þó mér finnist alveg óbærileg tilhugsun að vera þar þangað til ég fer í skóla. Nú er ég farin að keyra eins og meistari um allar götur í risastórum fatlaðrabíl. Það er svona lítil rúta með liftu að aftan. Alltaf þegar ég fer á rúntinn með fatlafólin sem þeim þykir rosa stuð þá veifa mér strætóbílstjórar og aðrir atvinnubílstjórar, svona eins og ég sé með þeim í liði eða eitthvað.
Áðan fórum við í kaffi og tebúð því okkur vantaði slíkt. Þar rákum við augun í amagerbaunina og að sjálfsögðu örkuðum við út með amagerkaffi undir hönd. Svona erum við orðin innfædd.
p.s. getur það verið að grænt te virki svæfandi á mig? einu sinni keypti ég mér grænar te töflur til að hjálpa við skólabókarlesturinn en sofnaði alltaf svona hálftíma eftir að ég gleypti þær. Núna var ég að vakna af værum blundi eftir að hafa drukkið japanska græna teið sem við keyptum í fínustu kaffi og te- búð amager.
Í gær fórum við til Helsingör að skoða kastalann hans Hamlets. Það var voða fínt, fórum í lest og tókum með okkur nesti. Mér þótti mest gaman að nestinu undir berum himni (í september!) en það er nottla af því ég er matargat. Meistarkokkinum fannst mest gaman að skoða kjallarann þar sem var dimmt og Holger danski á heima. Hann er risi sem á að koma og bjarga málunum ef allt fer til fjandans í Kronborg (kastalinn hans Hamlets). Við tókum fullt af myndum sem kannski birtast hér síðar, veit ekki hvort þær eru nógu skemmtó.
En eftir að hafa skoðað kastalann röltum við aðeins um litla sæta bæinn og var hann rosa hljóðlátur og kósí. Settumst á útikaffihús (í september!) þar sem var fullt af ilmandi gróðri. En eftir að hafa rölt um og fengið okkur smá hressingu ákváðum við að taka bátinn yfir til Helsingborgar í Svíþjóð. Það var pínu stuð, tók aðeins 18 mínútur og það var fríhöfn og allt!
Mér fannst þetta svo gaman að mig langar bara í fleiri ferðalög.Ég hef samt komið þarna einu sinni áður með Hafdísi og Stulla 1991 (sirka) ég mundi ekkert eftir því að það hefði verið svona krúttlegt. Næst langar mig til Berlínar, ekki það að Helsingör og Berlín eigi nokkuð sameiginlegt.
Vinnan er aðeins farin að venjast þó mér finnist alveg óbærileg tilhugsun að vera þar þangað til ég fer í skóla. Nú er ég farin að keyra eins og meistari um allar götur í risastórum fatlaðrabíl. Það er svona lítil rúta með liftu að aftan. Alltaf þegar ég fer á rúntinn með fatlafólin sem þeim þykir rosa stuð þá veifa mér strætóbílstjórar og aðrir atvinnubílstjórar, svona eins og ég sé með þeim í liði eða eitthvað.
Áðan fórum við í kaffi og tebúð því okkur vantaði slíkt. Þar rákum við augun í amagerbaunina og að sjálfsögðu örkuðum við út með amagerkaffi undir hönd. Svona erum við orðin innfædd.
p.s. getur það verið að grænt te virki svæfandi á mig? einu sinni keypti ég mér grænar te töflur til að hjálpa við skólabókarlesturinn en sofnaði alltaf svona hálftíma eftir að ég gleypti þær. Núna var ég að vakna af værum blundi eftir að hafa drukkið japanska græna teið sem við keyptum í fínustu kaffi og te- búð amager.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)