fimmtudagur, 11. desember 2008

Brunajól

jæja nú er maður bara að blogga mörgum sinnum í viku ha? hvað segið um það ? gaman að sjá að einhver er enn að fylgjast með þrátt fyrir stopular færslur. Ég reyni að skrifa þegar ég hef eitthvað að segja og jeminn nú hef ég sko sögu að segja, allt að gerast á valmúganum.

Í morgun rétt fyrir klukkan 8 vöknum við, veit eiginlega ekki afhverju en kadlinn hafði rumskað eitthvað aðeins fyrr við hvelli og spáði ekkert í það. en við vöknum sem sagt og íbúðin okkar er að fyllast af reyk. Svona pínu óþægilegt en ekki svo mikið að reykskynjarinn hafi farið í gang eða svoleiðis. En þegar við kíkjum út um gluggann sjáum við ekki á milli húsa svo mikill er reykurinn.

svo er bankað á hurðina en ég er eiginlega bara enn í rúminu svona að spá í hvað ég eigi eiginlega að gera. kokkurinn er aðeins skýrari á morgnanna en ég og hann heyrir að nágranninn kallar í gegnum hurðina hvort við séum vakandi. þá ákváðum við að týna á okkur spjarirnar og kíkja út, ekkert panik en þetta var óþægilegt. Við spjöllum við nágrannana þegar við vorum klædd og vorum sammála um að slökkviliðið væri sjálfsagt búið að vekja okkur ef við værum í hættu. þau voru nefnilega úti með slöngur, axir og svona slökkvidót. Við tvö ákváðum að fara niður bara svona til að sjá hvað væri að gerast, aðallega til þess að komast að því hvort við ættum að hafa áhyggjur.

Það hafði þá kviknað í kjallaranum í húsinu við hliðina (við búum í svona raðfjölbýlishúsi) og þeir voru búnir að slökkva þegar við komum niður en reykurinn var enn þá doldið mikill og stóð beint á þakgluggana okkar (hressandi). Áður en við fórum inn aftur horfðum við á eftir tveimur slökkviliðsmönnum upp stigaganginn og inn til okkar, kannski hafa þeir bankað veit það ekki. en þeir voru sko að opna gluggana okkar. Það er doldið síðan ég skúraði og jólahreingerningin ekki alveg yfirstaðin svo okkur fannst við pínu berskjölduð og svona væóleited (veit ekki alveg hvernig íslenskan er á þessu orði violated). en þeir voru sem sagt að reykræsta, svo þegar við mættum þeim sögðu þeir okkur að hafa opna glugga og opið fram á gang til að losna við reykinn. Reykræstingin fór þannig í gegnum þakíbúðina okkar, skemmtilegt og hressandi.

það er enn þá vond lykt í stofunni og ég vona bara að jólagjafirnar sem við erum búin að kaupa lykti ekki af reyk. En þið vitið þá af hverju ef svo er.

miðvikudagur, 10. desember 2008

íííí jóla jóla jóla...gjöf

jæja þá er aldeilis komið að jólavertíðinni. ég asnaðist niðrí bæ um daginn án þess að fatta hvaða dagur var og hversu stutt er til jóla. ég hélt satt að segja að ég fengi taugaáfall, jesúss það var laugardagur og klukkan var 2 og ösin var slík að þetta líktist laugarveginum á þorláksmessu. ég tróð mér inn í illums bolighus og út aftur og heim strax aftur. það var meira að segja röð í miðasjálfsalann í metró, kræst. hér eftir fer ég bara í miðri viku fyrir hádegi og það er alveg á hreinu.

við fórum reyndar á sunnudaginn líka en þá bara til að rölta og hafa það næs. Við fórum í kristjaníu á hinn árlega jólamarkað, þar mátti sjá allskyns glingur og glögg. En þeir virðast hafa tekið upp gamla iðju íbúarnir og farnir að selja hass uppi á borði á púsjerstrít. Þar voru einu sinni kannabisbásar sem eru farnir og strákar í hettupeysum komnir í staðinn. En á sunnudaginn voru gamlir karlar með fullt af pokum og dollum með allskyns grænu dótaríi. Mér þótti meira til jólamarkaðsins koma og upplifði mig voða smáborgaralega þegar ég fitjaði upp á nefið og hrökklaðist í burtu frá hressu dópsölunum.

En þetta var ofsa næs sunnudagur við náðum okkur í osta í magasín og spæjó hjá götusala, löbbuðum allann daginn og enduðum í frikadellum á nytorv. Mjög dönsk rjómantík þann daginn. Við gengum framhjá skautasvellinu á kongens nytorv en ég er búin að væla um að fara á skauta síðan í ágúst. Ég verð víst að væla eitthvað aðeins lengur þar sem meistarakokkurinn treystir sér ekki eftir að hafa séð börnin skauta í hringi niðrá torgi.

Ég held að ég sé ekkert að blaðra frá neinu leyndarmáli þegar ég segi frá því að kokksi er hættur á den lille fede og kominn með vinnu á premisse. Hann ætlar að vera í kruðeríinu þar alla daga nema sunnudaga og mánudaga. Yfirkokkurinn þar lærði víst hjá honum gordon ramsí, hressa gæjanum í eldhúsi helvítis sem meiddi sig við að veiða lunda í vestmannaeyjum.

Nú sit ég heima ein inni í stofu með jólagjöfina mína starandi á mig. haldiði ekki að stráksi sé búinn að kaupa hana pakka helmingnum inn, stilla pakkaða helmingnum upp inn í stofu og setja hinn ópakkaða helminginn ofan í skúffu og segja mér að opna hana ekki! heyrðu ekki opna þessa skúffu, jólagjöfin þín er þar!!! hver gerir svona, ha?