Vissuð þið að íslenska orðið hafurtask er sletta? Það er komið af enska orðinu haberdasj (sorrí veit ekki hvernig stafast á frummálinu) sem þýðir smáhlutir eða sá sem selur slíkt. Hann Karl Th. Birgisson segir að þetta hafi komið með enskum kaupmönnum til Íslands. Ég hlóð sem sagt niður uppáhaldsþættinum mínum á gömlu gufunni af netinu og er að hlusta núna. Alltaf þegar ég hlusta á þennan þátt uppgötva ég mér til mikillar mæðu hversu lítil íslenskumanneskja ég er. En ég get aldrei svarað einni einustu spurningu, Aldrei! En það er samt stuð að hlusta.
Fórum á ströndina í gær og tókum með okkur nesti í þetta skipti að hætti dana. Vá hvað ég hef litla eirð í mér til að liggja svona, næst tek ég með badmintonspaðann, fótboltann, taflborðið og sudokurnar. Meistarakokknum tókst þó að halda mér rólegri í tvo og hálfan tíma með plötusnúðstilþrifum. Hann tók ipoddinn nefnilega með og ofsalega fyndnu gettóblasterhátalarana sem ég fékk í jólagjöf frá mömmu fyrir tveimur árum. Það er hægt að hengja þá í beltið sitt, labba með það út um allt og dreyfa þannig gleðinni. Ég get ekkert hangið svona úti án þess að vera gera eitthvað magnað, þetta er ekki hægt. Hér eru engin fjöll svo ég þarf að læra að vera úti og gera ekkert.
Rétt hjá okkur er ofsa fínn garður þar sem fólk kemur og hangir heilu og hálfu dagana. Sumir drekka bjór, aðrir grilla á engangsgrillum og enn aðrir liggja í sólbaði. Þetta er eiginlega fullkomið tækifæri til þess að æfa sig í að gera ekkert. Þangað er hægt að fara tiltölulega fyrirhafnarlaust og að sjálfsögðu jafn auðvelt ef mann langar heim strax aftur sem er kostur. Ég er ein heima í dag og er að spá í að nota daginn í að æfa mig í að gera ekkert í hverfisgarðinum. Já vitiði, ég held ég geri það bara! smelli mér yfir með allt mitt haberdasj.
5 ummæli:
Vá, er ekki viðbrigði að þurfa ekki að taka með sér tjaldhæla til að negla niður nestisteppið og síðbrókina ef hann skiptir snöggvast um vindátt hahahahahaha...
Miss U
Svilan
uuu júts og svo brann ég á bumbunni þrátt fyrir sólarvörn af því hún er bara ekkert vön að fá nokkra sól á sig. btw það var 27stiga hiti í gær og á að vera 30 í dag!
ég er orðin mega sjóuð í að gera ekkert eftir þetta sumarfrí. er að reyna að miðla þessari kunnáttu til snorra og það gengur ekkert of vel. hann þarf alltaf að vera að aðhafast eitthvað kannski soldið eins og þú.. vá hvað ég á eftir að pluma mig vel þarna...hehe
úbbsí ...sólveig
Við amma Edda erum að prufa nýju tölvuna og að reyna að skilja lettnesku . kveðja mamma og amma
Skrifa ummæli