Okkur þótti gosbrunnurinn doldið unimpressiff þegar við komum fyrst en fengum svo að heyra að svíarnir hefðu stolið honum og að þetta hafi verið rosa smart. Bölvaðir Svíarnir!
Það voru svona ofsa fínar myndir í loftinu sums staðar. Þegar þarna var komið við sögu var ég orðin þreytt og alveg hætt að hlusta.
Þetta er hurð sem var pöntuð frá afríku eða eitthvers staðar langt í burtu sem ég man ekki alveg. En hún var svo lengi á leiðinni og á meðan brann kastalinn eða allt sem var inni í honum svo þetta er það upprunalegasta (er ég að tala doritísku núna?). Hurðin átti að vera á svefnherbergi drottingar en ákveðið var eftir brunann að hafa hana einhvers staðar þar sem hún sést eftir að allt annað hafði brunnið. Svo nú er hún í partísalnum.
Stráknum þótti rosa gaman í kirkjunni (not)
Eftir að hafa skoðað kastalann fína fengum við okkur nesti á pikknik ería sem er staðsett rétt hjá og eins og áður sagði var það sá hluti ferðarinnar sem stóð upp úr hjá mér. Ég vandaði mig líka svo við að búa til nestið. við vorum með svona lúksus nesti að hætti dana. Þegar við höfðum setið þarna í örskamma stund kom dönsk fjölskylda og þau voru með kaffi á brúsa og postulíns bolla. Þar klikkaði ég, man það bara næst.
Það voru epli á trjánum í garðinum!
7 ummæli:
very awsome.
i think you add more info about it.
úúúúúh very awsome! mjög æðislegt. en þar sem þessir félagar eru einhver ruslpóstur ákvað ég að setja smá ruslvörn þar sem fólk þarf að skrifa orðið sem birtist fyrir ofan kassann í kassann. ég er bara að útskýra þetta af því ég get ekki breytt tungumálinu á blogginu og fólk hefur kvartað undan því hve erfitt er að skilja eftir komment. ókí dókí ?
en hvað vinir þínir eru með hnitmiðuð og skemmtó komment og nöfn. Er voda pal að vinna hjá vodafone?
varstu búin að heyra að Sjeik Speare var arabískur fursti? Sagði hann ykkur það kannski fróði maðurinn með blettaskallann og þrönguvasana (bölvaður dóni)
nei hann sagði okkur ekkert um sjeik spír eða það held ég ekki allavega, var ekki alveg að fylgjast með allan tímann :/ en hann sagði okkur að hamlett hafi heitið amlet og var þjóðsaga sem var verballí transmitted og þá fór ég að flissa eins og joey því ég hugsaði bara transmitted like a desease tíhí og þaðan fór sorahugur minn en víðar. jesús ég breytist bara í táning inn á söfnum.
Flottar myndir marr, sérstaklega úr loftinu, sé þig alveg fyrir mér á safninu með svona "égnenniekkiaðhlusta" svipinn að taka myndir hahaha..
skilaðu heilsu til mágsa..
kv Svilan
Sumt breytist ekki. Í fyrstu utanlandsferðinni minni skoðaði ég einmitt kastalann hans Hamlets.
Kveðja, Amma Kolla
Skrifa ummæli