fimmtudagur, 18. september 2008

Kastalinn hans Hamlets

Hérna er eina myndin sem ég á af Kronborgarkastala en meistarakokkurinn var með í för og risastóra myndavélin hans. Ef þið veljið linkinn sem heitir ragnaldur (ekki heldur hans rétta nafn) hér við hlið þá getið þið fundið link sem heitir myndir og þar eru rosa fínar myndir líka.


Við fengum fyrirlestur um leið og við gengum í gegnum kastalann sem var voða fínt nema hvað athyglisbresturinn minn leyfir mér ekki að njóta slíks til fullnustu. Ég gerði mitt besta til að fylgjast með en maðurinn var svo skrítinn sem var að tala. Hann var með rakað hár nema hvað hann hafði augljóslega gert það sjálfur svo það voru blettir hér og þar sem hann hafði ekki náð til, svona helgidagar. Hann var í allt of stuttum buxum, sem voru þröngar líka og hann hafði troðið fullt af dóti í vasana. Það sem gerði mig alveg brjálaða var að hann lokaði alltaf augunum þegar hann talaði. En það var samt ekkert honum að kenna að ég gat ekki fylgst með ég verð bara svo þreytt þegar ég þarf að hlusta á fyrirlestra, finnst ég bara komin í barnaskóla aftur og langar helst að hvísla og senda miða með skilaboðum til sessunauta minna. En alla vega hér eru nokkrar myndir.

Okkur þótti gosbrunnurinn doldið unimpressiff þegar við komum fyrst en fengum svo að heyra að svíarnir hefðu stolið honum og að þetta hafi verið rosa smart. Bölvaðir Svíarnir!



Það voru svona ofsa fínar myndir í loftinu sums staðar. Þegar þarna var komið við sögu var ég orðin þreytt og alveg hætt að hlusta.



Þetta er hurð sem var pöntuð frá afríku eða eitthvers staðar langt í burtu sem ég man ekki alveg. En hún var svo lengi á leiðinni og á meðan brann kastalinn eða allt sem var inni í honum svo þetta er það upprunalegasta (er ég að tala doritísku núna?). Hurðin átti að vera á svefnherbergi drottingar en ákveðið var eftir brunann að hafa hana einhvers staðar þar sem hún sést eftir að allt annað hafði brunnið. Svo nú er hún í partísalnum.





Stráknum þótti rosa gaman í kirkjunni (not)






Eftir að hafa skoðað kastalann fína fengum við okkur nesti á pikknik ería sem er staðsett rétt hjá og eins og áður sagði var það sá hluti ferðarinnar sem stóð upp úr hjá mér. Ég vandaði mig líka svo við að búa til nestið. við vorum með svona lúksus nesti að hætti dana. Þegar við höfðum setið þarna í örskamma stund kom dönsk fjölskylda og þau voru með kaffi á brúsa og postulíns bolla. Þar klikkaði ég, man það bara næst.





Það voru epli á trjánum í garðinum!


7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

very awsome.

Nafnlaus sagði...

i think you add more info about it.

xxxx sagði...

úúúúúh very awsome! mjög æðislegt. en þar sem þessir félagar eru einhver ruslpóstur ákvað ég að setja smá ruslvörn þar sem fólk þarf að skrifa orðið sem birtist fyrir ofan kassann í kassann. ég er bara að útskýra þetta af því ég get ekki breytt tungumálinu á blogginu og fólk hefur kvartað undan því hve erfitt er að skilja eftir komment. ókí dókí ?

solveig sagði...

en hvað vinir þínir eru með hnitmiðuð og skemmtó komment og nöfn. Er voda pal að vinna hjá vodafone?

varstu búin að heyra að Sjeik Speare var arabískur fursti? Sagði hann ykkur það kannski fróði maðurinn með blettaskallann og þrönguvasana (bölvaður dóni)

xxxx sagði...

nei hann sagði okkur ekkert um sjeik spír eða það held ég ekki allavega, var ekki alveg að fylgjast með allan tímann :/ en hann sagði okkur að hamlett hafi heitið amlet og var þjóðsaga sem var verballí transmitted og þá fór ég að flissa eins og joey því ég hugsaði bara transmitted like a desease tíhí og þaðan fór sorahugur minn en víðar. jesús ég breytist bara í táning inn á söfnum.

Nafnlaus sagði...

Flottar myndir marr, sérstaklega úr loftinu, sé þig alveg fyrir mér á safninu með svona "égnenniekkiaðhlusta" svipinn að taka myndir hahaha..
skilaðu heilsu til mágsa..
kv Svilan

Nafnlaus sagði...

Sumt breytist ekki. Í fyrstu utanlandsferðinni minni skoðaði ég einmitt kastalann hans Hamlets.

Kveðja, Amma Kolla