laugardagur, 15. nóvember 2008

ammæli

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar, hvort sem var á feisbúkk, ímeil eða sms þá var ég ofsa glöð að heyra frá öllum. Afmælisdagurinn sjálfur var ekkert spes en ég þurfti að vinna og meistarakokkurinn líka. Þannig að við héldum upp á herlegheitin í gærkveldi með því að fara út að borða á rosa fínum asískum stað sem heitir Kuhn Juk og við hliðina á den lille fede (þar sem stráksi vinnur). Það var hreint út sagt æðislegt að borða þar, við vorum bæði yfir okkur hrifin og verð ég bara að mæla með þessum stað. Kuhn Juk í Boltens gard sem er á horni Gothersgade og Store kongs gade, falinn og pínulítill ofsa huggulegur staður. Ef einhver á leið um Köben væri tilvalið að smella sér. Það var dáldið um skrítin brögð sem maður hefði aldrei prófað að setja saman eins og bakaður banani með súkkulaði og ristuðum sesamfræum.

Annars erum við á leið í partý í kvöld en vinur kokksins átti líka afmæli í vikunni og hann heldur upp á sitt með pompi og prakt líkt og ég ætti að gera en nenni eiginlega aldrei. Ég veit ekki hvort ég kemst upp með að sleppa veislunni næst, verð að búa til eitthvað búlletprúff plan. En ég fékk svo ekkert ryksugu eða hrukkukrem í ammligjöf sem betur fer. Strákurinn er betur upp alinn en svo að gefa mér svo gildishlaðnar gjafir eða kannski langar hann bara ekkert í topplyklasett eða borvél í jólagjöf.

Annars erum við búin að hafa það ágætt síðan síðast en voða lítið að frétta svosum. Við erum búin að kaupa miða heim um jólin en við komum þann 20. des og förum þann 28. Það verður stuð, ég er nefnilega komin í heví jólaskap get ekki beðið.


æiii ég ætla að hætta áður en ég drep ykkur úr leiðindum, vááá hvað þetta er leiðinlegt blogg orðið. skil vel að hingað kíki enginn lengur, held nefnilega að ég sé orðin óáhugaverð sökum lítillar notkunar á heila. Verð að fara hrissta upp í sjálfri mér og lesa eða leysa krossgátur eða eitthvað...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh vildi ég gæti hitt ykkur þegar þið komið á klakann...mátt vera duglegri að henda inn myndum af ykkur hehe...þá getur maður "séð" ykkur aðeins ;)
Knús frá mér
Svilan