laugardagur, 1. nóvember 2008

Konukvef

Ég er með kvefskít. Hnerraði svo oft í vinnunni að ég var beðin ofsalega pent að mæta ekki á morgun. Það tók mig mjög langan tíma að fylla inn í eyðurnar en konan sem ég var að vinna með sagði mér að ef hún væri hnerrandi og snýtandi sér í tíma og ótíma myndi hún sko bara hringja sig inn veika. Það væri svo slæmt ef heimilisfólkið myndi smitast og að það væri skítlétt að vera einn á vakt á sunnudögum þegar þar var komið við sögu kveiknaði á perunni hjá minni. Ég fór heim og er búin að vera rembast við að vera veik síðan til þess að réttlæta það að vera heima á morgun.

Það er ekkert að mér, ég er bara með kvefskít. Ég hef aldrei lent í slíku áður en þegar ég hringi mig inn veika svarar þessa sýklahrædda (sem er á 12 tíma vakt í dag eins og ég átti að vera á morgun) himinlifandi: já það er bara stórgóð hugmynd að vera heima (hvarflaði reyndar að mér að henni væri eitthvað illa við mig). Þetta er svo á skjön við allt það sem ég hef lært á íslenskum vinnumarkaði, ég hef verið að vinna á stöðum þar sem fólki var beinlínis hælt fyrir að koma veikt í vinnuna. Ég hef klárað vakt með hita og verið beðin um að reyna eins og ég gæti að koma daginn eftir líka. Ég er svo aldeilis skelfingar óskapar hissa, konugreyið var örugglega handviss um að ég hafi ekki tekið hinti og myndi bara mæta hnerrandi útum allt á morgun líka. Það glaðnaði alveg yfir henni þegar ég hringdi um 6 leitið tilkynnti gleðifréttirnar.

Nú sit ég bara ein heima að deyja úr samviskubiti oooog ég þarf að hanga heima á morgun líka og hnerra á meistarakokkinn. Það er eins gott að ég á heila seríu með doktor house á tölvunni minni og svarta engla á hinni tölvunni.

Í gær fór ég niðrí bæ til að gera heiðarlega tilraun til að kaupa jólagjafir, ég er komin í svoddan jólaskap að það er bara ótrúlegt. Ég held að það sé tilraun heilans míns til að hoppa yfir næsta ammæli og bara gleyma því. Djöfull er fríkað hvað ég er orðin gömul (afsakið orðbragðið), ég var næstum því búin að kaupa mér hrukkukrem um daginn! Hvenær byrjar maður annars að því? Er ég ekki alltof snemma í því?

En ég er búin að tala svo mikið um hrukkukrem síðustu daga og vikur að nú ég er orðin skíthrædd um að meistarakokkurinn haldi að ég sé að gefa vísbendingar og gefi mér slíkt á deginum stóra. Reyndar er ég líka búin að tala voða mikið um að kaupa ryksugu, sjitt! Það væri skilnaðarsök er það ekki?

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ hvað það er gott að sjá nýtt blogg skellti uppúr nokkrum sinnum. Helduru að þú getir ekki dregið það aðeins að kaupa hrukkukrem. Hvað er maður gamall þegar maður á dóttir sem notar hrukkukem. ég er líka komin í jólaskap fór að hugsa í dag að ég saknaði að kaupa ekki jólakjól í nóvember lengur.
kv Mamma

Nafnlaus sagði...

Aldrei..og þá meina ég ALDREI tala um að þig vantar e-hver heimilistæki korter í afmæli eða 10 mínútur í jól ;) gaman að sjá þú sért þarna ennþá!
Knús frá mér til þín
Svilan

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir ræðuna um hrukkukremið.
Spurðu í búðinni. Örugglega sagt að byrja um fermingu.
Kv. Amma Kolla

Nafnlaus sagði...

Var að fatta að ég svaraði bara út frá mér síðast. Þetta er auðvita tækifæri hjá þér að kaupa aldrei hrukkukrem þá hættir fólk kannski að koma fram við þig eins og 18 ára og biðja um skilríki í tíma og ótíma djók. Þú ert með svo fína húð að þú þarft ekki hrukkukrem hvers vegna að laga það sem er ekki bilað.
kveðja Mamma

Andrea sagði...

Uss... ég er ekki einu sinni farin að nota hrukkukrem og ég er örlítið eldri en þú :-)

En annars vantar mig heimilisfangið hjá þér ljúfan svo ég geti sent þér jólakort ;-)
Bæta aðeins upp fyrir kaffi-skrópið í haust !

Nafnlaus sagði...

Til hamingju elsko Þóra mín. Hafðu það gott í dag. Sakna þín
kv mamma

p.s. hvaða heimilistæki fékkstu ?

Bára sagði...

Til hamingju með daginn :o)
Vonandi ertu búin að ná úr þér konukvefinu.
Knús og kossar

Nafnlaus sagði...

Elsku Þóra
Innilega til hamingju með daginn.

Vonandi fékkstu ryksugu sem er nógu kraftmikil til að sjúga hrukkurnar burt eð astraujárn sem sléttar úr þeim.
Annars hef ég heyrt að besta ráðið við hrukkunum sé óheyrilegt magn af innilegum láréttum ástaratlot. Þú mátt svo bara ráða hvora aðferðina þú velur..hrukkukrem eða.....
Kossar og knús, Herdís (familian biður að heilsa)