sunnudagur, 9. desember 2007

prófatíð

Nú er törnin aldeilis byrjuð og ritgerðasmíð í fullum gangi. Er búin með þrjár og á eftir að skila fjórum. Stjórnendur þessa skóla eru brjálaðir í ritgerðir og finnst ekkert skemmtilegra en að lesa ritgerðir. Þær sem ég er búin að skila nú þegar eru huuund leiðinlegar og hinar sem ég á eftir að skila verða huuuundleiðinlegar! En svona er lífið.

Nú þegar jólin nálgast er fátt sem minnir á jólin alla á minn mælikvarða. Engin jólaljós svo heitið geta og enginn snjór. Það er þó búið að setja upp skautasvell í miðbænum og nokkra jólamarkaði. Kannski er ég bara ekki komin í jólaskapið enn þá.

Á föstudaginn fór ég á litlu jólin og áttum við að mæta með einn rétt hver. Ég kom með ægilega fínt kjúklingasalat. Það var líka svona pakkaleikur þar sem maður þurfti að kasta tening til að fá pakka. Svo þegar það var búið að dreyfa öllum pökkunum hélt teningakastið áfram og stelikeppni tók við þar sem maður gat tekið pakka af einhverjum öðrum ef maður fékk 6. Jii hvað mér þótti þetta spes leikur og sko ekki í anda jólanna.

Eftir mikið át og pakkafjör var dansað og farið í limbó. Það er orðin fastur liður eins og venjulega að dansa limbó og það er rosa stuð. Gæti bara ekki hugsað mér betri jólaleik en limbó svona ef ég hugsa út í það. Ekki voru allir til í limbófjörið en við hressa fólkið létum það ekki á okkur fá. Hef ég nú ákveðið að innleiða þennan skemmtilega leik í íslenskt partýlíf.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og hafðiru tækifæri (sex á tening) eða brjósti í þér að stela pakka tilbaka.
kveðja mamma

Nafnlaus sagði...

Líst vel á það að þú innleiðir Limbó í jólaboðið á jóladag, eða þarf maður að vera búinn að fá sér aðeins í stórutána til að geta farið í það?
Annars alltaf gaman að heyra í þér og heldur betur farið að styttast í heimferð. Hlakka til að sjá þíg
Kveðja Lósý

xxxx sagði...

ég tók þátt í þessum steliþjófa leik og stal eftir að af mér hafði verið stolið. er reyndar svo asskoti óheppin í spilum og það var ekkert öðruvísi þetta kvöld að ég stal eftir að allir aðrir höfðu stolið og ég sat eftir með engan pakka.

lósý, limbó á alltaf við! en það er ekkert verra að vera aðeins ogguponsu typsí svona upp á liðleikan að gera:)
hlakka sömuleiðis til að sjá ykkur öll.

Nafnlaus sagði...

ja herna hér. Það var eins gott að þú fékkst afmælispakka :) kveðja mamma