mánudagur, 21. apríl 2008

Úti er alltaf að snjóa

jæja þá er það ítölskupróf á eftir, parla italiano eh? ég er búin að reyna klambra saman einhverjum setningum til þess að leggja á minnið fyrir þetta munnlega lokapróf. Valentinu er hvergi að finna svo ég varð að notast við venjulega orðabók í þetta skiptið. Það er að saxast á þessi blessuðu verkefni þó að það stærsta sé enn þá á frumstigi.

Kennarinn minn vill endilega að ég rumpi þessu bara af þó að hún verði ekkert spes og ætli ég sé ekki bara sammála. Illu er best af lokið.

Sólin hættir ekkert að skína, þetta er ótrúlegt. En ég var að rifja það upp með svilkonu minni (já maður, ég á svilkonu!) að vorin hér norðan heiða byrja oft í lok apríl og hætta svo við. Mig minnir að tvö síðustu ár hafi snjóað rétt áður en ég hafi horfið suður á bóginn. Ég er ekkert að reyna að vera svartsýn eða eitthvað svoleiðis... bara raunsæ.

Herdís ætlar að bruna norður um næstu helgi og hafa dúndurgaman í stuðbænum. Það verður stuð að hitta þau (já maður, hún er orðin þau!). Ég ætla að reyna að vera búin með allt áður en þau koma (ræææt!) svo ég geti gert eitthvað með þeim.

góðar stundir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tíhí..svilkona..tíhí...snilldarorð harf harf..svo þetta var það sem þú varst að gera meðan þú áttir að vera læra marr...hahaha..Extra pepperoni!!
kv frá svilkonunni ;)