Er ekki eitthvað pínu sérstakt að unglingum sem vinna í kirkjugörðunum sé boðið að kíkja á lík af bláókunnugum manni til þess að kenna þeim sitthvað um dauðann? Er ekki verið að taka fram fyrir hendur foreldranna í þessu tilfelli? Jú sjálfsagt er mikilvægt að fræða börn og unglinga um lífið, dauðann og það allt, en þarf það að gerast á vegum hins opinbera (unglinga- eða bæjarvinnan)? Stundum finnst mér eins og ábyrgð foreldranna farið æ minnkandi. Hvers á líka dáni maðurinn að gjalda? Samþykkti hann að vera til sýnis eftir dauða sinn? Æi ég veit það svo sem ekki en ég kynntist þessum hluta tilverunnar í faðmi fjölskyldu þar sem ég kvaddi ömmur og afa, það er líklegast þess vegna sem mér þykir þessi kennsluaðferð verkstjóra í kirkjugörðunum sérstök.
Annað sem fer í taugarnar á mér þessa dagana: Íslendingar taka ekki við hælisleytendum! Af hverju ekki? Jafn vel ekki þegar hælisleytandi á konu og barn á Íslandi, kommon! Af hverju í ósköpunum ættu Íslendingar ekki bjóða fólk velkomið? Dyflinnarsamningur smyflinarsamningur! við höfum pláss og getu til þess að taka á móti fólki sem til Íslands vilja koma. Ég las líka að útlendingastofnun hafi viðurkennt að hafa ekki skoðað aðstæður hælisleytenda á Ítalíu sem eru víst ofsalega slæmar og líklegt er að Herra Ramsey verði sendur til Kenýu aftur þar sem hann á sér ekki viðreisnar von (Davíð Þór Jónsson, Vita Facilis). Ég hef aðeins náð að fylgjast með þessu máli á mbl en geri mér grein fyrir því að ég er sjálfsagt ekki eins vel að mér í þessu máli og ég gæti.
En ég veit þó eitt, Dyflinnarsamningurinn er ekki gerður til þess að loka landamærum fyrir flóttamönnum og hælisleytendum. Samningurinn er hluti af Schengen samningnum sem við erum aðilar að (sem er bæ ðe vei kominn undir fyrstu stoð Evrópusambandsins og er því yfirþjóðlegur, ví ar ólreddí ðer pípúl væ not djóin) og átti að tryggja það að hælisleytendur væru ekki sendir heim aftur eða fram og til baka áður en mál þeirra væru tekin upp. Samningurinn er til verndar hælisleytendum og til þess að þeir verði ekki sendir beint heim aftur. Það er því skylda þess lands sem hælisleytandi kemur fyrst til innan schengen að taka upp málið svo að alla vega einhver geri það. Samningurinn er ekki til þess að fría önnur lönd ábyrgð því hann kemur ekki veg fyrir að önnur lönd taki upp málið. Nóta bene það er ekki hægt að fljúga beint til Íslands frá Kenýa svo það er líklegt að Herra Ramsey hafi þurft að millilenda einhvers staðar innan schengen áður en hann kom til Íslands (hjúkkitt fyrir Björn Bjarnason og Útlendingastofnun). Ef þið viljið lesa meira um þetta má lesa bloggið hans Eiríks Bergmanns eða bækurnar hans.
Og svo ekki sé minnst á bölvaða stóriðjustefnuna! oh ég er reiður Íslendingur.
2 ummæli:
Svona elskan..anda með nefinu..sérðu hvað íslendingar eru miklir asnar þegar þú ert flutt út tíhí...æh þetta er ömurlegt allt saman..maður veit ekki hvert þetta er að fara allt saman..
Miss U
Svilan
jæja fer ekki að koma gleðipú. Maður er orðinn heimtufrekur. Sakna þín
mamma
Skrifa ummæli