Fórum á Jass í dag í bongóblíðu í garði konungsins, voða huggulegt á sunnudagseftirmiðdegi. Það var stappað af fólki en við virtumst toga meðalaldurinn örlítið niður á við. Það sem mér þótti skemmtilegast við þessa tónleika var alls ekki söngvarinn úff púff heldur að gestirnir voru atvinnupikknikkarar. Allt í kringum okkur voru hópar á teppum með heila búslóð í körfunum sínum og snæddu dýrindis nesti. Rauðvín var drukkið úr kristalsglösum og kökurnar snæddar af fínasta postulíni. Ég missti mig algjörlega í að glápa á kræsingarnar allt í kringum okkur á meðan ég japplaði á pizzunni minni og sötraði bjórinn ÚR DÓSINNI.
Síðast þegar ég fór á útitónleika í garði var það þegar Sigurrós spilaði um árið á Klambratúni (ekki núna um daginn) og bauð fólki að koma frítt. Þá vorum við Hjördís og Herdís með stóla með okkur og teppi, ofsalega pró. Við vorum komnar snemma og fundum okkur fínasta pláss til að hlamma okkur niður algjörlega búnar að gleyma því hvernig íslendingar haga sér. Eftir korter gáfumst við og hinir örfáu sem ætluðu að hafa það kósý upp og stóðum upp til að ekki yrði trampað á okkur. Mér varð hugsað til þessara tónleika í dag.
Eins varð mér hugsað til Kim Larsen tónleikanna sem við Sólveig og Snorri fórum á hér í köben þegar ég kláraði sálfræðina. Þegar tónleikarnir voru búnir gengu tónleikagestir rólega út og biðu í röð eftir yfirhöfnunum sínum. Það þótti mér magnað.
Ég er samt farin að hallast að því að við séum skemmtilegri
2 ummæli:
öfund öfund - er búin að vera í rigningu á vestfjörðum... hlakka til að sjá þig mín kæra kona og aftur til hamingju - þú ert best.. xxx uns
Ragnar rauði jahá! tíhí..skilaðu heilsu til ykkar frá okkur hér á Ránó..vorum að koma úr hevý útilegu marr hahaha...miss U
knúss Jokkuz
Skrifa ummæli