miðvikudagur, 10. desember 2008

íííí jóla jóla jóla...gjöf

jæja þá er aldeilis komið að jólavertíðinni. ég asnaðist niðrí bæ um daginn án þess að fatta hvaða dagur var og hversu stutt er til jóla. ég hélt satt að segja að ég fengi taugaáfall, jesúss það var laugardagur og klukkan var 2 og ösin var slík að þetta líktist laugarveginum á þorláksmessu. ég tróð mér inn í illums bolighus og út aftur og heim strax aftur. það var meira að segja röð í miðasjálfsalann í metró, kræst. hér eftir fer ég bara í miðri viku fyrir hádegi og það er alveg á hreinu.

við fórum reyndar á sunnudaginn líka en þá bara til að rölta og hafa það næs. Við fórum í kristjaníu á hinn árlega jólamarkað, þar mátti sjá allskyns glingur og glögg. En þeir virðast hafa tekið upp gamla iðju íbúarnir og farnir að selja hass uppi á borði á púsjerstrít. Þar voru einu sinni kannabisbásar sem eru farnir og strákar í hettupeysum komnir í staðinn. En á sunnudaginn voru gamlir karlar með fullt af pokum og dollum með allskyns grænu dótaríi. Mér þótti meira til jólamarkaðsins koma og upplifði mig voða smáborgaralega þegar ég fitjaði upp á nefið og hrökklaðist í burtu frá hressu dópsölunum.

En þetta var ofsa næs sunnudagur við náðum okkur í osta í magasín og spæjó hjá götusala, löbbuðum allann daginn og enduðum í frikadellum á nytorv. Mjög dönsk rjómantík þann daginn. Við gengum framhjá skautasvellinu á kongens nytorv en ég er búin að væla um að fara á skauta síðan í ágúst. Ég verð víst að væla eitthvað aðeins lengur þar sem meistarakokkurinn treystir sér ekki eftir að hafa séð börnin skauta í hringi niðrá torgi.

Ég held að ég sé ekkert að blaðra frá neinu leyndarmáli þegar ég segi frá því að kokksi er hættur á den lille fede og kominn með vinnu á premisse. Hann ætlar að vera í kruðeríinu þar alla daga nema sunnudaga og mánudaga. Yfirkokkurinn þar lærði víst hjá honum gordon ramsí, hressa gæjanum í eldhúsi helvítis sem meiddi sig við að veiða lunda í vestmannaeyjum.

Nú sit ég heima ein inni í stofu með jólagjöfina mína starandi á mig. haldiði ekki að stráksi sé búinn að kaupa hana pakka helmingnum inn, stilla pakkaða helmingnum upp inn í stofu og setja hinn ópakkaða helminginn ofan í skúffu og segja mér að opna hana ekki! heyrðu ekki opna þessa skúffu, jólagjöfin þín er þar!!! hver gerir svona, ha?

3 ummæli:

Bára sagði...

ÍÍÍ Þú verður orðin geeeeðveik áður en jólin koma. Veistu þú verður bara að sparka aðeins í hann meðan hann sefur hehehehe
Gangi þér vel OMG!!!
Ég mun hugsa vel til þín. Þú verður líka bara að hefna þín, pakka inn ENGU og gefa honum í jólagjöf. Þá kannski lærir hann.....

Nafnlaus sagði...

þetta er náttúrulega glæpur og ekkert annað, hann greinilega kann sig ekki maðurinn, næsta skref er náttúrlega að ræða við tilvonandi tengdamóður þína til að athuga hvað hafi farið úrskeiðis.

En í alvöru sko... ekkert blogg síðan 22 nóv....ég meina..hvað á maður að halda..er þér alveg sama um okkur öll þarna úti sem fylgjumst með ævintýrum þínum. Manni getur nú sárnað þó maður gráti ekki..
Hættu að vera svona sjálfhverf og farðu að hugsa aðeins um okkur hin sem búum ekki í kóngsins Köbenhavn, einni mestu menningarborg Evrópu, heldur bara hérna upp á Fróni innan um hina fjárglæframennina sem eru gjörsneyddir öllum menningarsjarma og myndu ekki kunna að meta gott smörrebröd þó svo að einhver gæfi þeim það.
Eða með öðrum orðum,...þú mættir alveg blogga oftar.

Kveðja, Herdís

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr sammála síðasta ræðumanni! Blogga meira kona, og jafnvel lauma inn nokkrum myndum tíhí..hlakka ógó mikið til að hitta ykkur eftir rúma viku!!! víííí fá að eyða smá tíma með ykkur haddna! Spurning um að fleygja einu jólakorti í ykkur hahaha...svona í leiðinni;)
sjáumst á laugardaginn (eða sunnudag veit ekki hvort við verðum stungin af í sveitasæluna áður en þið lendið ;))
knúz og klemmz
Svilan