fimmtudagur, 11. desember 2008

Brunajól

jæja nú er maður bara að blogga mörgum sinnum í viku ha? hvað segið um það ? gaman að sjá að einhver er enn að fylgjast með þrátt fyrir stopular færslur. Ég reyni að skrifa þegar ég hef eitthvað að segja og jeminn nú hef ég sko sögu að segja, allt að gerast á valmúganum.

Í morgun rétt fyrir klukkan 8 vöknum við, veit eiginlega ekki afhverju en kadlinn hafði rumskað eitthvað aðeins fyrr við hvelli og spáði ekkert í það. en við vöknum sem sagt og íbúðin okkar er að fyllast af reyk. Svona pínu óþægilegt en ekki svo mikið að reykskynjarinn hafi farið í gang eða svoleiðis. En þegar við kíkjum út um gluggann sjáum við ekki á milli húsa svo mikill er reykurinn.

svo er bankað á hurðina en ég er eiginlega bara enn í rúminu svona að spá í hvað ég eigi eiginlega að gera. kokkurinn er aðeins skýrari á morgnanna en ég og hann heyrir að nágranninn kallar í gegnum hurðina hvort við séum vakandi. þá ákváðum við að týna á okkur spjarirnar og kíkja út, ekkert panik en þetta var óþægilegt. Við spjöllum við nágrannana þegar við vorum klædd og vorum sammála um að slökkviliðið væri sjálfsagt búið að vekja okkur ef við værum í hættu. þau voru nefnilega úti með slöngur, axir og svona slökkvidót. Við tvö ákváðum að fara niður bara svona til að sjá hvað væri að gerast, aðallega til þess að komast að því hvort við ættum að hafa áhyggjur.

Það hafði þá kviknað í kjallaranum í húsinu við hliðina (við búum í svona raðfjölbýlishúsi) og þeir voru búnir að slökkva þegar við komum niður en reykurinn var enn þá doldið mikill og stóð beint á þakgluggana okkar (hressandi). Áður en við fórum inn aftur horfðum við á eftir tveimur slökkviliðsmönnum upp stigaganginn og inn til okkar, kannski hafa þeir bankað veit það ekki. en þeir voru sko að opna gluggana okkar. Það er doldið síðan ég skúraði og jólahreingerningin ekki alveg yfirstaðin svo okkur fannst við pínu berskjölduð og svona væóleited (veit ekki alveg hvernig íslenskan er á þessu orði violated). en þeir voru sem sagt að reykræsta, svo þegar við mættum þeim sögðu þeir okkur að hafa opna glugga og opið fram á gang til að losna við reykinn. Reykræstingin fór þannig í gegnum þakíbúðina okkar, skemmtilegt og hressandi.

það er enn þá vond lykt í stofunni og ég vona bara að jólagjafirnar sem við erum búin að kaupa lykti ekki af reyk. En þið vitið þá af hverju ef svo er.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

verð að játa að ég er að verða fjandi ryðgaður í andsk FinnskEistLettnesku, en sjáum hvort að þetta skilist sér ekki.
Notuðuð þið ekki færitækið og reyktuð danskt svínalæri í leiðinni??
kv, Biggi

Nafnlaus sagði...

Omg þetta hefur ekki verið skemmtileg upplifun! Allt í lagi þó það sé smá reykjarlykt af jólapökkunum ;) bara meiri stemming!
Knúz..sjáumst eftir viku!
Svilan