fimmtudagur, 4. október 2007

Heimsóknir

Nú var meðleigjandinn að bjóða mér að koma með sér til Ogre að halda ræðu um íslensku. Hann ætlar að tala um norsku og spurði mig hvort ég hefði áhuga á að tala líka. Þetta er náttúrulega bara gott tækifæri fyrir mig að æfa mig í að blaðra fyrir framan fólk svo ég bara sló til. En nú er ég enginn sérfræðingur í íslenskri tungu svo ég verð bara að bulla, ekki satt? Þetta kemur allt í ljós síðar, fyrirlesturinn er ekki fyrr en seinni part nóvember.

Það hefur rignt alveg ógurlega síðustu daga og er ekki annað hægt en að vorkenna foreldrum meðleigjandans þar sem þau hafa ekki fengið gott veður. Þau fara á morgun, Ofsalega indælt fólk sem hefur boðið mér með í ferðir og út að borða...Magnus gerir þetta líka; býður mér alltaf með hvert sem hann fer. Voða næs. Hint, hint foreldrar þegar þið komið, haha.

En talandi um heimsóknir þá er ég líka að taka á móti gestum (gesti öllu heldur) yfir helgina svo að ég mun líklega ekkert láta í mér heyra fyrr en á þriðjudag. Ég veit að ég á eftir að skemmta mér konunglega á meðan og vona að þið gerið það sömuleiðis. Förum til Sigulda sem er bær í klukkutíma fjarlægð en þar er opinber pólisía að halda öllu náttúrulegu og stuðla að útivist í fallegu umhverfi. Þar er líka hægt að fara í bobsleða en ég efast stórlega um að ég muni gera það, læt ferðafélagann um slíkt glæfraspil!

Erasmus fólkið er að fara til Sigulda á laugardag sem þýðir að við munum fara á sunnudag. Ég er ofsalegur félagsskítur en líkar það bara ágætlega.

Er að spá í að fara í dýragarðinn líka og jafnvel occupational safnið (get ekki fyrir mitt litla líf munað hvað occupation er á íslensku, herseta? finnst eins og sovíet hafi nú verið eitthvað meira og annað en bara herseta) En þar ku vera bréf frá honum Jóni Baldvini frekar en Dabba konungi til Eystrasaltsríkjanna. Erasmusarnir sem hafa farið tala alltaf um bréf frá Bush eldri en mér þykir nú ekkert til þess koma ef hægt er að finna okkar bréf í staðinn. Það hlýtur nú bara að þykja merkilegra, ekki satt?

jæja farin að röfla og þá er best að hætta bara,

heyrumst eftir helgi

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

en, eins gott að það verði eitthvað skemmtilegt eftir að gera þegar ég kem í heimsókn! þú og "gesturinn" megið nú ekki afgreiða allt stuðið. endilega skellið ykkur samt á occupational safnið. mér líst betur á þessa spa hugmynd ;) myndi norðmaðurinn koma með?

xxxx sagði...

ég ótrúlega ánægð með spa hugmyndina líka, já frændi vor mun væntanlega skella sér í leirbað með okkur. haha verð að byrja að skoða mismunandi fasillitís. Gestur einar biður að heilsa

mamma sagði...

Já það verður fínt að koma síðastur þá verður þú búin að vinsa úr og endurtekur það besta. Ekkert lítið framkvæmdasöm þessa dagana.

Nafnlaus sagði...

Sæl. Gaman að heyra frá þér og öllum ævintýrunum sem þú lendir í. Kveðja afi og amma