þriðjudagur, 6. nóvember 2007

aðstoð óskast

jæja þá held ég að veturinn sé barasta kominn. Mér er alla vega skítkalt og finn engar sokkabuxur sem ekki eru gerðar úr nyloni. Það er svo skrítið hvað það er erfitt að finna hlý föt í þessu landi svona miðað við hvað það verður kalt hérna.

En ég er byrjuð að skrifa túristagrein fyrir bissnessblaðið hérna í Lettlandi og gengur ágætlega. Ég á samt að skrifa útfrá eigin reynslu og forðast túristaauglýsingatungumálið en muna að markhópur blaðsins eru auðugir viðskiptajöfrar. Hvurn andskotann hef ég gert á íslandi sem ég get mælt með við svoleiðis fólk? Ég verð að ljúga býst ég við. En ég hef nú samt ákveðið að segja frá uppáhaldsstöðunum mínum, landmannalaugum, jökulsárlóni og svo fram eftir götunum. En það sem ég er að biðja ykkur um kæru lesendur eru ljósmyndir. Ef ykkur er sama um að myndirnar ykkar birtist í lettnesku dagblaði fyrir ríka karla þá þætti mér ofsa vænt um að geta myndskreytt greinina mína. Þá er ég sérstaklega að tala um landslagsmyndir en meiga svo sem alveg vera djamm-myndir líka ef fólk vill. Dagblaðið mun borga fyrir myndirnar sem birtar eru svo þetta gæti verið bissness fyrir ykkur. Ég get þó ekki lofað að ágóðinn verði mikill þar sem launakjör hér eru fyrir neðan allar hellur. En þið væruð að gera mér ofsalega mikinn greiða og kannski fengjuð súkkulaði að launum frá mér.

Annars er ekkert nýtt að frétta af mér. Þessi dvöl er nú aldeilis að styttast í annan endann og rétt rúmar 6 vikur þar til ég kem heim. Ég verð að fara að drífa mig að gera allt dótið sem ég ætlaði að gera, úff!

9 ummæli:

pabbi sagði...

eigum við að senda þér sokkabuxur og myndir úr Landmannalaugum. Hvað er emailið þitt? mitt er gustihaf@hive.is bæ kolbrún

mamma sagði...

Til hamingju með afmælið Þóra mín. Hafðu extra gott í dag. Hér er allt við það sama rignir enn og gengur á með lægðum.

mamma sagði...

p.s. Fáum við ekki bara afmælismynd ? svo við gleymum ekki hvernig þú lítur út.

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með afmælið Þóra og vona að þú hafir það gott á afmælisdaginn. Alltaf gaman að lesa bloggin hjá þér
Kveðja Lósý

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið þóra mín nú ertu alveg að fara að ná mér litla frænka. Því miður get ekki ekki bjargað þér með landslagsmyndir en ég ger sent þér myndir af sokkabuxum ef þú vilt Kv Margrét stóra frænka Ps. vona að þú eigir góðan afmælisdag

Nafnlaus sagði...

Elsku Þóra

Innilega til hamingju með daginn skvísa. Ætla að baka franska súkkulaðiköku þér til heiðurs í kvöld. Er hjá þér í huganum (eða þú kannski hjá mér svo þú getir fengið þér köku).
Kær kveðja frá okkur öllum í Hrafnagilsstrætinu, Herdís,Ingó, Indiana Líf, Alexandra Sól og Ísabella Örk (James Bond sendir mjá)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið elsku Þóra min.
Reyndi að færa þér gaurinn í afmælisgjöf, en það mistókst aðeins ;-)

Knús.

Nafnlaus sagði...

Sæl Þóra mín. Vona að þú hafir haft það gott á afmælisdaginn og fengið sendar nothæfar myndir þó ég hafi klikkað. Amma

xxxx sagði...

takk fyrir allar afmælisóskirnar kæra fólk. já fékk fínar myndir frá stulla get örugglega notað eitthvað af þeim. hvur veit kannski verða fjölskyldu meðlimir frægir í eystrasaltinu:)