þriðjudagur, 27. nóvember 2007

Tallinn

jæja gott fólk,

nú á ég að vera að skrifa fyrirlestur en finnst enginn tími betri en nú til að blogga smá. Fyrirlesturinn fjallar um samvinnu eystrasaltsríkjanna þriggja og fyrr mega nú aldeilis vera leiðindin maður! Hinar og þessar bölvuðu nefndir og allar skyldar evrópusambandinu sem er náttúrulega ekki beint skemmtilegt battarí. Svona ef maður þarf að setjast niður og lesa um allar þessar nefndir og ráð.

Á þeim tíma sem ég skrifa þetta blogg er kominn 27.nóvember og þá á Afi ammæli. Til hamingju Afi stebbi!!! Hann er 79 ára í dag, í megrun og á leiðinni í skíðaferð. Ég frétti í dag að nú drekkur hann bara grænt te og ekkert kaffisull.

Tallinn var frábær, við fórum þrjár stelpur að heimsækja þá fjórðu og skemmtum okkur konunglega. Borgin er falleg og fólkið vinalegt sem kemur á óvart í þessum heimshluta verð ég að segja. Við fórum á listasafn, skoðuðum höll forsetans, versluðum og drukkum bjór. Allt sem gert er í stelpuferð! Valentína vinkona mín frá ítalíu sem ekki alveg vön norrænum drykkjuhefðum, hrópaði upp yfir sig á laugardagskvöldið með yndislega ítölskum hreim: Fakkuh! æ ema drönk dúnæt againah.

Ég held að þetta verði einkunnarorð rigadvalar okkar allra. Ég er að minnsta kosti komin með smá bjórvömb.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afa þinn svo er bara að hreyfa sig og verða jafn hraust og hann í framtíðinni. kveðja mamma

Bára sagði...

Bjórvömb heheh gaman :)
Bið að heilsa Markusi og ekki gera neitt af þér, þar sem þú munt sitja í tímum hjá honum eftir áramót ;)
Einhver húsgögn komin í viðbót? Hálfur sófi? Ennþá? heheh
Þú ert bara komin með svaka reynslu í að halda fyrirlestra. Þú ferð bara að ota þínum tota fyrir norðan og kemur þér í að kenna :)
víííí

Unknown sagði...

Oh eg elska ensku med itolskum hreim. Vid vorum i Rom um daginn og tad skipti engu mali hvad folk var ad segja, eg var alltaf alveg dolfallin. "hmmm, yes I agree..." Svo tegar eg var komin heim hafdi eg ekki hugmynd hvad eg hafdi samtykkt haegri-vinstri.

Jahhha, svona er tetta, tvi midur a minn islensk-irski hreimur ekki eftir ad gera stora hluti. Allavega ekki a altjodamaelikvarda.

xxxx sagði...

vííí Inga nú er orðið mjög stutt þangað til við hittumst heima á fróni. hvað er langt síðan síðast...mjög langt!!!