miðvikudagur, 12. desember 2007

Hvítlaukur hressir, bætir og kætir

Jibbý!!!

ég er búin með hundleiðinlegu ritgerðirnar en á eftir að fara í próf á föstudaginn. Þarf að undirbúa spurningar fyrir það. Svo er ein ritgerð eftir og svo tvö próf og svoooooooo víííííííííi koma heim.

Það eru allir að týnast heim einn af öðrum hér og í gær fórum við á veitingastað til að kveðja Valentínu. Þessi staður er merkilegur fyrir þær sakir að allt á matseðlinum inniheldur hvítlauk. Meira að segja eftirréttirnir innihalda hvítlauk. Dagmar fékk sér súkkulaði parfait og í því voru hráir hvítlauksbitar, djöfuls viðbjóður! Hvítlaukur og súkkulaði eiga ekki saman! En ofnbakaði hvítlaukurinn í forrétt var æðislega fínn og aðalrétturinn líka. Eftir þetta allt saman fengum við stærðarinnar búnt af steinselju til að drepa lyktina því guð minn góður hún var rosaleg. Ég var að kafna úr eigin andfýlu, steinseljan virkaði en bara tímabundið því svo þegar ég fór að sofa fann ég hana aftur.

Ég er alveg að verða búin með jólagjafakaup svo ef það eru einhverjar séróskir þá fer hver að verða síðastur. Það er hægt að fá svona prittí vúman stígvél sem eru glansandi og ná upp á mitt lærið. Vínrauðir karlmanns pelsar eru á sanngjörnu verði og litlu karlmannshliðartöskurnar sívinsælu vaxa á trjánum. Áhugasamir láti mig bara vita og ég geng í málið.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég gleymdi að segja þér að þrátt fyrir að hafa vakið mikinn áhuga fjölmargra gesta í Kolaportinu, þá seldust glansandi plast-stultu hælarnir þínir ekki síðastliðinn sunnudag. það voru í alvöru tvær sem voru alvarlega að íhuga það að fjárfesta í þeim, mátuðu og allt. þannig að ég sá ekki annan kost í stöðunni en að dóneita þá í Rauða krossinn að degi loknum. vona að það sé nó hard fílings... ef svo kynni að vera þá panta ég eitt par af pretty woman uppálæri-plaststígvélin svo við getum átt einhvern kjörinntilgrímufata skófatnað í vinahópnum...

xxxx sagði...

aaahhh allar þær minningar tengdar þessum stultu-nektardansmeyja-skóm birtast mér ljóslifandi fyrir augum. En minningarnar verða víst að lifa í hjörtum okkar þar sem skórnir eru horfnir á vit nýrra ævintýra. Þeir eiga eftir að veita nýjum eigendum sínum mikla gleði og öðlast notagildi á ný.

xxxx sagði...

p.s. Eitt par prittívúmannuppálæri stígvél komin á innkaupalistann. vill snorri kannski bleikan pels?

Nafnlaus sagði...

hann er nú soddan spéfugl og glaumgosi að ég held að hann myndi bara sóma sér vel í einum slíkum. gott efni í jólagjöf kanski bara...?

Nafnlaus sagði...

mig langar alveg í svona stultudansmeyjaskó ef þeir ná upp á mið læri - eru ekki of háhælaðit og svartir á lit.....