miðvikudagur, 30. apríl 2008

111 represents

Vissuð þið að í Breiðholti búa 20.942 manns og þar af 2010 með erlent ríkisfang?

Vissuð þið að í Austurbæ búa 19.161 manns og þar af 2457 með erlent ríkisfang?

Vissuð þið að í Vesturbæ búa 16.156 manns og þar af 1520 með erlent ríkisfang?

hlutfallið er þá í Breiðholti 9,6% íbúa með erlent ríkisfang
12,8% íbúa í Austurbæ eru með erlent ríkisfang og 9,4% íbúa í Vesturbæ hafa erlent ríkisfang*.

Af hverju er mesta innflytjendavandamálið þá í Breiðholtinu?

er gettóstelpan ég bara eitthvað viðkvæm?

*allar tölfræðiupplýsingar eru fengnar af vef Hagstofunnar: hagstofan.is

5 ummæli:

Bára sagði...

He he he já þú ert örugglega eitthvað viðkvæm.
Hver segir að það sé mesta vandamálið í Breiðholtinu? Ég hef ekki heyrt það en það er kannski ekki að marka fyrst ég bý í Vesturbænum.
Sé að það gengur vel að skrifa :o)
Ef tölurnar hér neðst á blaðsíðunni er alltaf að hækka og það mikið, þá er það mér að kenna. Nenni nebbnilega ekki að lesa undir próf.

xxxx sagði...

Kannski finnst fólki ekki taka því að segja þér að breiðholtið sé gettó þar sem þú ert vesturbæingur ætti það að vera þér í blóð borið. fólki finnst eitthvað mikilvægt að nefna þetta við mig hinsvegar.

Nafnlaus sagði...

En hvað með Grafarvoginn???

xxxx sagði...

í grafarvogi búa 229 erlendir ríkisborgarar af alls 7.678 sem gerir 3 prósent. árbær er svipaður, hver nennir að búa í hverfi þar sem allir eru eins á litinn? ha?

Unknown sagði...

Eg segji tad sama, tvilikt omurlegt. Veistu annad sem er alveg omurlegt? Eg er i vinnunni. Hvada dagur er i dag? 1.mai, ju ju, her er unnid 1.mai. Enda er folk her i tessu landi algjorlega heilatvegid af tvi ad verkalydsfelog seu af hinu illa. Svo verda allir svakalega fulir tegar eg segi ad tetta se natturulega leifar af rikistjorn Maggie Thatcher eda "auld whore on number 10" eins og hun kallast a Irlandi.