Jæja gott fólk það er loksins komið að því, ég hef beðið eftir þessu í nokkurn tíma þó ekki með eftirvæntingu.
Æ am góing nöts! eins og maður segir á vondri íslensku.
Ég er alltaf að standa mig að því að vera segja sömu hlutina aftur og aftur, ekki bara sömu atvikin en ég jafnvel gef sömu ráðleggingar með nákvæmlega sama orðalagi. Ég hef blaðrað soldið á msn og hef tekið upp á því að segja sömu hluti aftur og aftur. Einhvern tíma röflaði ég í Líffræðingnum um það að hún ætti nú ekki að hafa áhyggjur þó að hlutir væru að gerast hratt. ,,Það er alltaf hægt að flytja aftur heim" er setning sem hún hefur fengið að heyra ansi oft undanfarnar vikur, Heimspekingurinn fær að heyra af æsispennandi iðju minni sem felst í því að kíkja hérna inn á nokkurra tíma fresti til að skoða teljarann hér neðst á síðunni.
En það sem gjörsamlega fór með það er þegar það tók mig 30 mínútur sirka að standa upp og ná í gleraugun mín í töskuna. Ég stóð upp svona fimm sinnum áður en ég mundi af hverju ég stóð upp til að byrja með. Hellti upp á kaffi, vaskaði upp og sitthvað fleira þegar ég mundi loksins að ég væri með höfuðverk af því ég var að lesa af skjánum gleraugnalaus.
Amma Gústa leitaði alltaf að gleraugunum sínum á 10 mínútna fresti en var yfirleitt með þau um hálsinn. Ég er farin að leita að símanum mínum í hvert sinn sem ég kem eitthvert í heimsókn. Amma var með Altzheimer...ég hinsvegar em góing nöts!
Það er byrjað að snjóa á Akureyri aftur...hvað sagði ég?
4 ummæli:
Já ég hef tekið eftir þessu með símann þinn þegar þú kemur í heimsókn tíhí...
kv af Eyrinni
Jokkuzinn
Tarna var eg heppin ad detta inn a siduna tina. Eg er nefnilega i vinnunni og get ekkert einbeitt mer, skil ekkert i tessu. ER buin ad vera svo dugleg i gaer og i dag. Tad versta er samt ad vid vorum ad fa sendingu fra Tesco tannig ad eg borda Jaffa cakes eins og eg a lifid ad leysa, Phil sem situr vid hlid mer(samstarfsfelagi)er farinn ad horfa mjog skringilega a mig eftir allar tessar ferdir i eldhusid...
inga! ert þetta þú? veiiii gaman að heyra í þér. ekki borða yfir þig af jaffa cakes samt, tíhí.
Ja, tetta er eg, eg gleymdi ad skra mig inn, vodalega er eg eitthvad utan vid mig.
Skrifa ummæli