föstudagur, 18. apríl 2008

Io mi chiamo þóra, sono ..... veitiggi

Mikið er veðrið orðið gott hérna á Akureyri, ég hélt hreinlega að mig væri að misminna þegar ég var að rifja upp góðviðrisdaga í fyrra eða hittífyrra. Neibb, þeir eiga þetta til...alltaf þegar ég er í prófum fer sólin að skína. Það er fínt, þá léttist lundin.

ég er að krafsa fram úr verkefnum og búin að temja mér heilbrigðt/heilbrigt kæruleysi. Ef þetta klárast þá klárast þetta ... annars ekki(hallast að því síðar nefnda). Ég kláraði tvö ítölsku verkefni með dyggri hjálp Valentinu sem ég kynntist í Lettlandi. Þegar ég var búin að senda þau inn birtist það þriðja. úff svona er lífið mitt soldið þessa dagana ánægjan af því að klára verkefni er svo skammvinn því það bíða önnur 23 og eitt af þeim er BA ritgerðin. En ég nenni ekki að tuða... var ég ekki að tala um nýtilfundið kæruleysi hér að ofan, kommonn!

Allt í einu í dag fór ég að hugsa um svakalega leiðinlegt leikrit sem leiklistarhópur Kvennaskólans setti upp þegar ég var á fyrsta eða öðru ári. Það heitir Grænjaxlar og ástæða þess að ég fór að hugsa um það í dag er sú að mig minnir einhvern veginn að lagið sem Valgeir Guðjónsson er alltaf að syngja í auglýsingatímum á rás 2 (næ ekki bölvaðri gufunni á fyndnu næntís græjunum mínum...en þær taka samt 6 diska í einu svo ég kvarta ekki) hafi verið í sýningunni. Lagið er svona: ,,Grænaaaaaa, græna byltingin" og svo aftur ,,grænaaaa, græna byltingin". Nú er ég ekki alveg viss um að ég hafi rétt fyrir mér og að þetta lag hafi verið í þessari sýningu en mig minnir það samt.

Leikritið var leiðinlegt og á meðan ég sat yfir því man ég að ég hugsaði að þetta ætti bara ekki erindi til okkar í dag (fyrir meira en 10 árum, þegar ég var í menntó). Það átti kannski betur við á áttunda áratugnum þegar verðbólgan var að plaga fólk og ríkisstjórnin vissi ekkert hvernig hún átti að sporna við henni. Það mátti jafnvel kenna ríkisstjórninni um að verðbólgan varð eins mikil og hún varð. Minnir líka að leikritið hafi verið að segja það, þetta var nefnilega hárbeitt ádeila sem fór gjörsamlega fyrir ofan garð og neðan hjá mennaskólanemum fyrir 10 árum. Við hreinlega blésum á þetta og sögðum: en þetta var í gamla daga mar!

Ætli menntaskólanemendur í dag myndu bregðast eins við þessu leikriti?

3 ummæli:

solveig sagði...

þú ert svo fáránlega minnug þóra!! var ég á þessu leikriti með þér? sat ég kannski við hliðina á þér með vasadiskó að deyja úr úllíngaveiki? mér þykir það líklegt. ég held að orð eins og verðbólga og ríkisstjórn hafi einfaldlega ekki verið í mínum orðaforða...

xxxx sagði...

ég man reyndar ekki hver fór með mér. en það er ótrúlegt hvað ég man mikið af gagnslausu dóti og atburðum sem áttu sér stað fyrir tvítugsaldurinn. eftir það man ég bara ekki neitt!

Nafnlaus sagði...

Þetta fylgir aldrinum stelpur! því eldri sem marr verður, því meir man maður eftir æsku og unglingsárum en man ekki hvað marr gerði í gær...tíhí...og já það SNILLDAR veður á Agureyris..
kv Jokkuzinn