þriðjudagur, 22. apríl 2008

koddu og kysstu mig eskan... já þú sleppur ekki

Jæja þá er að komast einhver mynd á BA ritgerðina, hún verður dálítið öðruvísi en upphaflega var ætlað. Mikil teoría og lítið af viðtölum, ég er pínu fúl en jafna mig fjótt þar sem sumarið er að koma. Það verður líka djöfull gott að klára þetta og komast til úglanda til að hitta meistarakokkinn minn eftir langa bið.

Ég ætla að vera svo dugleg að kaupa mér eitthvað fallegt í landi þar sem hægt er að kaupa skó án þess að fara á hausinn. Ég er búin að vera að reyna smita svilkonuna á þessu kaupæði sem er að grípa mig eins og svo oft áður á vorin. Ég veit þið trúið mér ekki en ég er bara orðin doldil sjoppaholikk eftir Rigadvölina. Mig vantar sumarskó og sundföt, ætli ég byrji ekki á því.

Hafið þið horft á barnaefni gott fólk? jeminn hvað það er leiðinlegt! Var þetta svona hrikalega leiðinlegt þegar ég var lítil? ha? Brakúla greifi, strumparnir og folinn minn litli? var það virkilega svona grautfúlt sjónvarpsefni eins og ég hef verið að horfa á undanfarna daga rétt fyrir fréttir? Það er ein svona japanskt dót og um daginn var lítil stelpa að berjast við einhverja hlaupabólu sem hægt var að hræða í burt með fjöður af útdauðum fugli. Einhverra hluta vegna hoppaði hlaupabólan ekki á hana heldur bara ALLA aðra í þorpinu og þar á meðal strákinn sem stelpan er svo ofsalega skotin í. Hún fer út um allar trissur til að finna lausnina og tekst það á endanum, læknar strákinn og getur þá farið að kyssa hann bak og fyrir honum til mikillar armæðu... HONUM TIL MIKILLAR ARMÆÐU!!!! Auðvitað er litla stelpan ofsalega mikil hetja og alltaf að bjarga málunum en við skulum ekki gleyma því eitt andartak að hún er ástsjúk og eins og allar litlar stelpur dreymir hana um að eignast kærasta.

Ég er voða ánægð að stelpurnar í barnaefninu eru ekki lengur passívar og óvirkir þátttakendur í dramanu en andskotinn hafi það (afsakið orðbragðið) er ekki hægt að ganga alla leið?

jæja þetta var reiðipistill vikunnar,

góðar stundir

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaha..welcome to my world hony...get boðið þér að horfa á barnaefni alla daga vikunnar, allan ársins hring múhahahaha...
kv frá svilkonunni þinni

Bára sagði...

Heyrru heyrru bara farin að blogga án þess að láta vita
Gaman samt, já þegar marr á að vera að skrifa. Færðu einhver viðbrögð frá Þóroddi?
Veit ekki alveg hvað maður á að bíða lengi án þess að halda áfram að skrifa :-S
Til hamingju með kokkinn, hann Gest thíhí.
Hvenær er stefnan tekin út?
Gangi þér vel

Bára sagði...

Úff er þetta vitleysa hjá mér eða eru fleiri útlensk orð á síðunni núna en þegar þú varst úti
heheheh skil ekkert jú, PUBLICÉT KomentÁru thíhí
hitt fyrir neðan, Nei ekki hugmynd