laugardagur, 26. apríl 2008

röfl

Ég horfi iðulega á sjónvarpið þegar ég er að læra og finnst ég bara oft koma meira í verk ef kveikt er á því. En það er háð því að ég sé að vinna verkefni eða skrifa ritgerð því ég get svo sem ekki lesið ef það er mikið að gerast í kringum mig. En sjónvarpið er næstum því nauðsynlegt til þess að ég geti setið kyrr og skrifað. Það þýðir þó það að ég veit ekkert alveg hvað er að gerast í sjónvarpinu og fylgist með söguþræðinum með öðru auganu. Ef ekki er kveikt á sjónvarpinu fer ég að góna út í loftið og tapa mér gjörsamlega í einhverjum dagdraumum.

Ég þekki samt fólk sem ég ímynda mér að gætu þetta alls ekki. Meistarakokkurinn gæti þetta líklegast ekki og leikhúsfræðingurinn ætti mjög bágt með þetta líka. Þau eru svona fólk sem dettur inn í sjónvarpið þegar þau horfa. Þau gleyma gjörsamlega stað og stund og bara gleypa í sig fróðleikinn úr heimildamyndunum eða söguþráðinn í kvikmyndunum. Ég öfunda þau pínu af þessum hæfileika til þess að einbeita sér að einu í einu. Ég held svei mér þá að mér hafi bara aldrei tekist að einbeita mér svona að einu verkefni í einu. Þetta er mjög eftirsóknarverður eiginleiki og myndi nýtast mér ofsalega vel þessa dagana.

Veit ekki alveg af hverju ég ákvað að fjalla um þetta hér og nú en ætli ég sé ekki bara að segja ykkur að ég nenni ekki að skrifa ritgerðina mína.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta er nú meira bölvun en blessun...

Nafnlaus sagði...

ég get ekki horft á sjónvarp og lært, en samt ekki einbeitt mér að einum hlut í einu... ætti ég að fara í greiningu? humm

..sagdi Sólveig

xxxx sagði...

ég þori ekki í greiningu...hvað ef ég er kolkreisí bara? ha? hvað þá?

Nafnlaus sagði...

Einu sinni gat ég; lesið bók, horft á sjónvarpið, hlustað á útvarpið; allt í einu ;) en þá var marr unglingur..."gat" allt harf harf...ekki lengur..no way in hell..hey ég veit! þetta fylgir aldrinum...þið eruð öll að verða gööööömul...múhahahahahaha...
knússs frá mér
Jokkuz