laugardagur, 5. júlí 2008

Ragnar Eiríksson rauði

Ég er voðalega andlaus þessa dagana þegar kemur að blogginu, er voða hress og kát en hef frá litlu að segja. En nú kemur eitthvað smá!

Byrjuð að vinna og búin að vera á kvöldvöktum þessa viku og jeminn hvað það er alltaf erfitt að byrja aftur eftir skólasetu og almennt iðjuleysi. Mér líkar bara ágætlega en í gær var ég á síðustu vakt þessarar viku og orðin svo þreytt að ég gat varla talað, allavega ekki dönsku.

Við fórum á ströndina um daginn enda veðrið orðið eins og á majorka. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað: Ég smyr á mig samviskusamlega sólarvörn sem keypt var í tiger (þó ég hafi ekki haft mikla trú á því gluði) og skipa meistarakokki að gera slíkt hið sama. Hann segist ekki brenna rétt eins og svo margir íslendingar: verð bara doldið rauður og svo brúnn! Ég er ekki mamma hans svo ég læt gott heita en hvísla nú samt að honum sjáum til í kvöld neneneneh!

Eftir ströndina fer ég að vinna og kokkur heim að þvo þvott og vaska upp. Þegar ég labba svo upp tröppurnar í íbúðinni eftir vaktina segir hann í uppgjafartón: okei það er bannað að dansa æ tóld jú só dansinn!



Þetta er afrakstur strandarferðar (ég veit ekki hvort myndin geri skaðbrunanum nógu góð skil). En núna fjórum dögum seinna lítur hann nákvæmlega eins út og í gær urðu vinnufélagarnir mjög stoltir þegar þeir sáu að nýji útlendingurinn var kominn í fánalitina. nota bene þegar hann fer úr buxunum fær maður ofbirtu í augun því lærin eru svo hvít.

Ég skemmti mér konunglega yfir þessu og hlæ að honum við hvert tækifæri. Sit og glápi á bumbuna á honum og pota í hann með reglulegu millibili við litla kátínu drengsins. Ég komst líka að því að sólaráburðurinn úr tíger svínvirkar því ég brann ekki nema á smá bletti á bakinu sem ég náði ekki til (það er pínu vont en ég get víst ekki kvartað). Ég er með ógeðslega fyndin puttaför á bakinu eftir sjálfa mig og áburðinn.

Hef heyrt svo marga karla (og konur reyndar líka) lýsa því yfir að þeir brenni bara aldrei, verð bara doldið rauður og svo brúnn seinna. Mig langar doldið að útskýra: Ef þú ert orðin/nn rauð/ur þá er orðinn skaði af völdum sólarinnar, brúnkan er líka skaði. Litabreytingin er viðbrögð húðarinnar við skaða. Húðkrabbamein er algengt á Íslandi og ekki bara af því sumir fara rosamikið í ljós, fólk notar ekki sólarvörn. Því það brennur ekki skiluru!

Þessa vísu hefur meistarakokkurinn fengið að heyra doldið síðustu daga og smyr hann sig nú í bak og fyrir þó hann sé fullklæddur og inni allan daginn í vinnunni. Mér þykir þetta voða gaman, alltaf gaman að hafa rétt fyrir sér nani nani búbú!

Inga, gaman að heyra að þú kíkir við hérna. vona að íslandsförin hafi verið skemmtó en heimboðið hingað stendur enn, það er svaka stuð hérna líka;)

Arna, já það væri gaman að plana eitthvað stuð í köben og groeningen (amma kolla sagði að Þetta væri líklega ekki rétt skrifað)

góðar stundir,

p.s. ég er með voða intelektjúal grein í smíðum (neh kannski ekki intellektjual en einhverjar hugleiðingar) sem ég pósta bráðum. mig er farið að hungra í að lesa fræði og hugsa aftur svo þið fáið að kenna á því.

2 ummæli:

Bára sagði...

Aloha he he he
Vonandi er Hr. Rauði að ná sér thíhí og það er gott að hann komst að því að hann er fínn Íslendingur :o)
Já svona listaverk eru snilld, sérstaklega þegar þau eru á einhverjum öðrum en manni sjálfum he he he
Það er órtúlegt hvað þessi fræði geta ekki látið mann vera og maður er alltaf að hugsa um þau.
Hlakka til að lesa það
Hafið það gott á majorka/köben
knús

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki brunninn ég er brúnn og fallegur... þetta er samt ekki versta myndin af mér hérna á blogginu þínu, verð að setja myndavélina upp á skáp eða þar sem þú nærð ekki til.