föstudagur, 15. ágúst 2008

Bolti og Borgarstjórn

Heyri fréttir af borgarstjórninni og hef ákveðið að nenna bara ekki að setja mig inn í það. Ætla bara að bíða eftir nýju kjörtímabili og vona að lýðræðið virki í það skiptið. Mér finnst svona prívat og persónulega að það mætti breyta lögunum og gera okkur kleyft að kjósa að nýju þegar stjórnmálamennirnir hafa náð að skemma þetta svona fyrir okkur. Hvað ætlar 4. borgarstjórnarmeirihlutinn að gera til þess að laga það sem úrskeiðis hefur farið á þessu tímabili? hverju ætlar hann að ná í gegn? nei! sorrý ætlaði ekki að setja mig inn í þetta, verð bara pirruð á því.

Ég sá rétt bláendann á leik íslendinga og þjóðverja og mikið varð ég glöð. Hugsaði: já núna kemur þetta skoh! er enn á þeirri skoðun. Það var skrítið að horfa á leikinn með dönskum þuli (dönskum þul? vá hætt að kunna íslensku, hvað geri ég þá? kann ekki dönsku heldur) en hann var heldur lítið imponeraður yfir þessum stórglæsilega sigri fyrrum nýlendu þeirra. Reyndar var hann svo lige glad að ég beinlínis móðgaðist, puh eins og þeir geti ekki glaðst með okkur. Ég ætla að horfa á laugardaginn þegar við rústum baunum og mæta svo í vinnuna á mánudaginn í íslensku fánalitunum og syngja: danmark er et tegneseriehold, tegneseriehold! (þýðist: Danmörk er lið sem inniheldur teiknimyndafígúrur, teiknimyndafígúrur!). Það mun sýna þeim hvar Davíð keypti ölið.

Hef oft verið spurð hvort íslendingum líki ekki illa við dani og ég svara alltaf í hreinskilni að svo sé bara ekki, okkur er eiginlega alveg sama. En þessar spurningar vekja mig samt til umhugsunar og nú er ég eiginlega komin á þá skoðun að það sé frekar á hinn veginn. Við förum í taugarnar á þeim.


p.s. Er einhver að sjá hversu skáldleg ég er í titlasmíðum?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jú elskan þú ert mjög skáldleg kona, hvað finnst þér að orðinu bekkjarría? tíhí..eða "undirstinga" hahaha..
Ég skil ekki þetta borgarstjóradæmi og lýsi hér með frati á sjálfstæðisflokkinn og hananú!
sendi knús og klemm til baunaveldis
Svilan

solveig sagði...

hvurslags ert þú bara hætt að blogga stúlka?