ég náði að setja inn myndirnar sem ég ætlaði að setja inn um daginn. Eftir svona mikið erfiði vil ég endilega hafa þær hérna þó að allt í einu virðist þær hundómerkilegar. En alla vega, um daginn fórum við á nyhavn í blíðskaparveðri, þennan dag ómaði jass um alla borg og var höfnin ekki undanskilin.
Við höfðum það einnig af að drífa okkur á listasafnið.
Í dag er ég í helgarfríi þar sem ég á að vinna á laugardag og sunnudag. Í gær eldaði ég í vinnunni þann skrítnasta kjúkling sem ég hef á ævinni eldað. Hann var soðinn í potti með stjörnuanís, kanilstöngum, kardimommum og negulnöglum og aprikósum. Færeyska stelpan sem vinnur með mér labbar inn í eldhús, finnur matar"ilminn" og segir: mmmm þetta minnir mig á blóðmör. Í Færeyjum nota þau kanil og rúsínur í blóðmörina sína það fannst mér rosa spes en henni fannst líka spes að heyra að amma mín notar nagla til að loka þeim. Það finnst reyndar fleirum.
1 ummæli:
Vúúú geðveik vespa, ógó flott og krúttleg,viss um að mágsi stelur henni af þér med det samme hahahaha;)
knús og klemm
Svilan
Skrifa ummæli