fimmtudagur, 7. ágúst 2008

Nýhöfn og negulnaglar

ég er búin að finna lausn á internetsvandamálinu. Eftir margar tilraunir til að hala niður og setja upp java var ég eiginlega búin að gefast upp. Ákvað að reyna að hala niður vírusleitarforriti og setja upp en það tókst ekki heldur, ég var orðin dauðþreytt og hundpirruð þegar ég tek tölvuna með mér í bælið. Viti menn! blíng! forritið installast með því sama. Ég hef sum sé fundið staðinn þar sem tölvan mín vill helst vera, upp í rúmi.

ég náði að setja inn myndirnar sem ég ætlaði að setja inn um daginn. Eftir svona mikið erfiði vil ég endilega hafa þær hérna þó að allt í einu virðist þær hundómerkilegar. En alla vega, um daginn fórum við á nyhavn í blíðskaparveðri, þennan dag ómaði jass um alla borg og var höfnin ekki undanskilin.


Við höfðum það einnig af að drífa okkur á listasafnið.


mér fannst þetta svo fínt hjól og er nú búin að setja það á afmælisgjafalistann. Meistarakokkurinn myndi ekki láta grípa sig dauðann á vespu sem þýðir bara eitt: Ég fæ að hafa hana í friði.

Aftur nyhavn, þetta var bara svo fínn dagur. Hér sátum við á bátabar eða barbát eða bárbat eða bleh veitiggi. Þetta er sem sagt skip sem er búið að breyta í bar og selur ökólógiskan bjór og spilar júróteknó.


Í dag er ég í helgarfríi þar sem ég á að vinna á laugardag og sunnudag. Í gær eldaði ég í vinnunni þann skrítnasta kjúkling sem ég hef á ævinni eldað. Hann var soðinn í potti með stjörnuanís, kanilstöngum, kardimommum og negulnöglum og aprikósum. Færeyska stelpan sem vinnur með mér labbar inn í eldhús, finnur matar"ilminn" og segir: mmmm þetta minnir mig á blóðmör. Í Færeyjum nota þau kanil og rúsínur í blóðmörina sína það fannst mér rosa spes en henni fannst líka spes að heyra að amma mín notar nagla til að loka þeim. Það finnst reyndar fleirum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vúúú geðveik vespa, ógó flott og krúttleg,viss um að mágsi stelur henni af þér med det samme hahahaha;)
knús og klemm
Svilan