jæja, þá er komið að fréttum... ekkert merkilegt samt sko.
Í gær fórum við til Helsingör að skoða kastalann hans Hamlets. Það var voða fínt, fórum í lest og tókum með okkur nesti. Mér þótti mest gaman að nestinu undir berum himni (í september!) en það er nottla af því ég er matargat. Meistarkokkinum fannst mest gaman að skoða kjallarann þar sem var dimmt og Holger danski á heima. Hann er risi sem á að koma og bjarga málunum ef allt fer til fjandans í Kronborg (kastalinn hans Hamlets). Við tókum fullt af myndum sem kannski birtast hér síðar, veit ekki hvort þær eru nógu skemmtó.
En eftir að hafa skoðað kastalann röltum við aðeins um litla sæta bæinn og var hann rosa hljóðlátur og kósí. Settumst á útikaffihús (í september!) þar sem var fullt af ilmandi gróðri. En eftir að hafa rölt um og fengið okkur smá hressingu ákváðum við að taka bátinn yfir til Helsingborgar í Svíþjóð. Það var pínu stuð, tók aðeins 18 mínútur og það var fríhöfn og allt!
Mér fannst þetta svo gaman að mig langar bara í fleiri ferðalög.Ég hef samt komið þarna einu sinni áður með Hafdísi og Stulla 1991 (sirka) ég mundi ekkert eftir því að það hefði verið svona krúttlegt. Næst langar mig til Berlínar, ekki það að Helsingör og Berlín eigi nokkuð sameiginlegt.
Vinnan er aðeins farin að venjast þó mér finnist alveg óbærileg tilhugsun að vera þar þangað til ég fer í skóla. Nú er ég farin að keyra eins og meistari um allar götur í risastórum fatlaðrabíl. Það er svona lítil rúta með liftu að aftan. Alltaf þegar ég fer á rúntinn með fatlafólin sem þeim þykir rosa stuð þá veifa mér strætóbílstjórar og aðrir atvinnubílstjórar, svona eins og ég sé með þeim í liði eða eitthvað.
Áðan fórum við í kaffi og tebúð því okkur vantaði slíkt. Þar rákum við augun í amagerbaunina og að sjálfsögðu örkuðum við út með amagerkaffi undir hönd. Svona erum við orðin innfædd.
p.s. getur það verið að grænt te virki svæfandi á mig? einu sinni keypti ég mér grænar te töflur til að hjálpa við skólabókarlesturinn en sofnaði alltaf svona hálftíma eftir að ég gleypti þær. Núna var ég að vakna af værum blundi eftir að hafa drukkið japanska græna teið sem við keyptum í fínustu kaffi og te- búð amager.
3 ummæli:
Ohh hvað það er gaman hjá ykkur :o) Heldurðu að atvinnubílsjórarnir séu ekki bara glaðir að svona ung og myndarleg stúlka er komin með þeim í liði? He he he
Farðu nú varlega í umferðinni með fatlafólin, heyri í þér fljótlega
Knús
Já já núðu þessu bara mér um nasir að hægt sé að sitja á kaffihúsi í september..fnuss...það er alveg hægt hér líka sko! Ef maður er roooosalega vel klæddur hahahaha..þegar ég loksins druslast í kaffi til ykkar vil ég fá að skreppa í svona ferju til Svíden takk ;)
Miss U Gays
Svilan
úlala hvað ég hlakka til að koma í þetta ævintýraland
Skrifa ummæli