miðvikudagur, 23. mars 2011

Það vinna plebbar hjá sameinuðu þjóðunum

Jæja þá eru línur aðeins farnar að skýrast. Við erum komnar með herbergi á meðan við verðum í Bangladesh, það var tekið sérstaklega fram við okkur að herberginu fylgdi internet 24 tíma sólarhrings og dadada rennandi vatn! í alla 24 tíma sólarhringsins. Við erum ofsa kátar með þetta þar sem verðið er töluvert undir bödjetti eða um 2000 kr danskar mánuðurinn, fyrir okkur báðar. Við erum líka búnar að hafa samband við hina og þessa aðila sem við viljum endilega tala við þarna niður frá, suma er ferlega erfitt að ná sambandi við en aðrir voða hressir.

Erum nú þegar komnar með einn prófessor, einn gaur hjá rauða krossinum, einn hjá IOM og svo eina konu sem er reyndar í Tælandi landi töfra (eins og hemmi kallaði það hér i denn). Þeir sem hafa verið lítið fyrir að svara tölvupóstum eða í símann eru þeir hjá sameinuðu þjóðunum. En það er pínu fyndið að allir þeir sem hafa nennt að tala við okkur hinga til vilja endilega að við tölum við gaurana hjá SÞ og láta okkur fá endalaust af netföngum og símanúmerum. Við höldum að kannski finnist hjálparstarfsfólki þessir plebbar geta brotið odd af oflæti sínu og talað við litlu stelpurnar um ritgerðina þeirra.

Við höfðum sumsé samband við Bangladesh í dag í gegnum skype og í allra fyrsta símtalinu heyrðm við í símsvara og það tók okkur örfá andartök að átta okkur á að manneskjan var að tala ensku. Þessi hreimur er náttúrulega algjörlega iiiindislegur, allir þeir sem við töluðum við í dag hljómuðu eins og búðareigandinn Apu Nahasapimapetalon í Simpson... í 16. veldi. Hann Jakaria þurfti greyið að endurtaka netfangið sitt svona sirka 3svar og vinur hans sem gaf okkur símanumerið hjá téðum Jakaría þurfti að endurtaka það svona 10 sinnum. Það dugði ekkert að biðja hann um að tala aðeins hægar... hann hækkaði þá bara róminn.

Á morgun sækjum við um vegabréfsáritun en til þess þarf að senda eyðublað, tvær passamyndir og vegabréfið til Svíþjóðar... já vegabréfið í póst! pinu skerí en það vonandi skilar sér. Á morgun förum við líka í sprauturnar: Barnaveiki, taugaveiki, lifrarbólga A og stífkrampa... það er nú ekki svo mikið.

Þetta er allt að verða voða raunverulegt eitthvað, við erum bara að æða í þetta híhí. Ég sá veðurfréttir á Al jazeera í gær og þar sagði að hitinn í Dhaka væri 34 gráður, það á bara eftir að hækka næsta mánuðinn úff púff... var ég búin að segja ykkur að við verðum með loftkælingu 24 tíma á dag, uuu hjúkk! svo er reyndar að sjá hvort loftkælingin verði í formi viftu og rennandi sturtan úr fötu og internetið úr ... nei, dettur ekkert sniðugt í hug.

Annars eru líka tveir styrkir komnir í hús og beðið svara frá einum, tveir af þremur er ekki svo slæmt. Þannig að þetta er allt að smella bara ha! haldið að það sé ?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært að heyra um framvinduna takk fyrir þetta.
kveðja mamma

Helga Stina sagði...

Þetta er náttúrulega bara stórkostlegt ævintýri Þóra..verð sko með í anda og finnst þið félagarnir roslega flottar að kíla á þetta...jimundur hvað mig langar með í 24 tíma netkælingu og rennandi internet...var það ekki þannig?? risaknús og líka á danann :)

svava sagði...

assskoti þetta verður snilld ! ég er alveg algjörlega græn af öfund. Þú verður að taka eitthvað upp af viðtölunum svo ég geti líka heyrt hreiminn, nema það verði svona æðislegt hjá ykkur að maður skelli sér bara til Bangó!

En samkv. Kieran þá brjóta plebbar Sameinuðu þjóðanna ekki odd af oflæti sínu- þeir eru sko að bjarga heiminum eða þannig... á kostnað ríkja heimsins.

GAMAN og hlakka til knús Svava