fimmtudagur, 14. apríl 2011

Surf's up !

Jæja þá er nú aldeilis farið að líða að þessu, við leggjum af stað á þriðjudaginn. Þá munum við fara til Dubai og verðum á hóteli með sundlaug á þakinu, mjög mikilvægt atriði. Við höfum heyrt af eyðimerkur-surfi sem okkur langar að prófa. Þá rennir maður sér á brimbretti á sandöldum, ef það er ekki bara fullkomið tækifæri fyrir mig að prófa brimbretti þá er slíkt tækifæri ekki til. Við ætlum líka að fá okkur arabískan brönsj sem ég hlakka líka voða mikið til að smakka. Tilgangur Dubai stoppsins er doldið að leyfa sér lúksus áður en þróunarlands-ævintýrið tekur við, já og rétta af þotuþreytuna.

Ég er næstum búin að gera allt sem þarf að gera en það er eitt bólusetningarstopp eftir og þá verð ég varin fyrir lifrarbólgu A og B næstu 25 árin. Ég er búin að kaupa mjólkurgerlatöflurnar og imódíum, sólarvörn og stráhatt svo ég er nokkuð vel sett. Sólgleraugun ætla ég að kaupa í Dubai.

Það sem hefur breyst síðan síðast er að plebbarnir hjá Sameinuðu Þjóðunum eru búnir að svara og við komnar með einn fund með þeim, það gerðist bara í dag. Almennt er fólk voða varkárt gagnvart því að lofa okkur fundum og viðtölum vegna þess að viðfangsefnið okkar er víst viðkvæmt og Bangladessar almennt ekki hrifnir af því að það sé rætt. Það gerir okkur örlítið stressaðar og gerir okkur erfitt fyrir þar sem við erum að sækja um styrki líka. Við þurfum nefnilega að fá staðfestingu frá að minnsta kosti einum viðtalanda um að við séum að fara gera rannsókn og taka viðtöl, hingað til hafa þeir sem við höfum spurt neitað okkur um það. En það fer nú bara eins og það fer, maður er svo vel haldinn á námslánum að ég set þetta bara á kortið.

Ég veit að ég lofaði hérna að ég myndi ekki skrifa mikið um verkefnið sjálft en er löngu búin að svíkja það en þetta er það sem er að gerast núna. Eftir nokkra daga get ég skrifað tískublogg um vegfarendur í dubæsku verslunarmiðstöðinni og það nýjasta í sandbrimbrettasportinu.

En það allra nýjasta er að ég er komin með nýjan síma og ef ég sendi ykkur ekki nýtt númer í vikunni þá er ég að gleyma ykkur, sorrí. Þeir sem vilja geta látið mig vita og ég sendi skeyti. Ég ætlaði nefnilega að skipta úr talfrelsi yfir í áskrift en ekki fór betur en svo að ég gekk út með nýjan bleikan smartphone og nýtt símanúmer, þetta var víst það ódýrasta í stöðunni... það á svo eftir að koma í ljós hversu hræbillegt þetta verður.

ég á sjálfsagt ekki eftir að skrifa meira fyrr en ég er lögð af stað svo þangað til...

bestu kveðjur

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér líst vel á að surfa í sandi griptu tækifærið njóttu þess að vera til. Vildi vera með þér þarna. Gangi þér vel

kveðja mamma