laugardagur, 23. apríl 2011

Gulshan

Jæja þá erum við loksins komnar á leiðarenda, mér finnst eins og það sé hálfur mánuður síðan við flugum frá danmörku. Dúbai var fín voða flottar og fínar verslunarmiðstöðvar annars vegar og hins vegar markaðir og þröngar götur. En daginn áður en við flugum til Dakha fengum við póst frá gistiheimilinu sem við höfðum ætlað okkur að vera á og okkur sagt að það væri því miður ekki pláss fyrir okkur. Við þurftum því að finna okkur hótel kvöldið sem við lentum sem var hrikalega leiðinlegt og erfitt.

Á flugvellinum voru skrifstofur þar sem hægt var að panta leigubíl sem reyndist svo hreint ekki vera leigubíll en voða fyndinn bangladessi sem keyrði mjög gamlan og skítugan bíl. hann keyrði svo með okkur á milli hótela þar sem við fengum ýmist ógeðsherbergi eða hreinlega: nei því miður við megum ekki taka við gestum inn af götunni. Við enduðum svo á hótel Washington sem var frekar lélegt og frekar dýrt en stelpan var orðin þreytt og neitaði að fara lengra.

Í dag erum við svo búnar að eyða deginum í það að labba um "fína" hverfið og leita að hótelum þar sem við getum hugsað okkur að dveljast næstu fjórar vikurnar. Það gekk ágætlega og fengum við að sjá fullt af herbergjum og öll á: "very special price for you, because you my friend" verðinu. En við erum nú loksins komnar á lítið krúttlegt gistiheimili, mjög spes fyrir útlendinga. En það er nálægt öllum diplóplebbunum sem við ætlum að taka viðtal við og svo náttúrulega nordic club-inum þar sem tennisvöllurinn og sundlaugin er, afar mikilvægt!

Þetta hefur verið svona só far só gúdd, ég var ekki par hrifin og alls ekki í rónni þegar ég lenti hérna í gær en það hefur lagast í dag. Það er alveg hægt að rölta um í þessari geðveikistraffík en hávaðinn er svakalegur. Hér eru allir alltaf að flauta, allir sem keyra bíl flauta fyrir horn, flauta til að troðast og flauta þegar þeir sjá útlendinga. Semsagt mega mikið flaut út um allt og varla hægt að sofa fyrir þessu.

Það besta við herbergið er að hér er loftkæling og internet, við ættum því að geta unnið hérna eitthvað. Það eru líka svalir, lítið eldhús og setustofa, ægilega kósí allt saman.

við erum báðar frekar mikið þreyttar eftir erfiða tvo daga svo það verða vonandi bara rólegheit í kvöld og svo beint í fyrsta viðtalið á morgun. shjííí, vona að við finnum það.

ég mun svo væntanlega pósta myndum þegar ég er ekki svona þreytt.

3 ummæli:

solveig sagði...

hljómar dáldið svakalega... spennandi að vita hvernig viðtalið fer ..

Helga Stina sagði...

Sendi strauma á ykkur naglarnir ykkar..þið eruð ótrúlegar :) Góða skemmtun og gangi ykkur vel..risaknús

Sigga sagði...

Hljómar svakaleg borg ji öll lætin og ringuleiðin sælar vá hvað þetta er ábyggilega ólíkt öllu! Vonandi tekuru fullt af myndum og setur inn gaman að fylgjast með þér sæta Krossa fingur með viðtöl:) Knús Sigga