föstudagur, 31. ágúst 2007

Heima

Mér tókst að ljúka öllum verkefnunum mínum í gær sem mér finnst bara nokkuð vel að verki staðið. Regnhlífin er alveg uppáhalds, ég veit ekki hvort ég þori að nota hana hún er svo fyndin á litinn. Hún er appelsínugul með með rauðu, fjólubláu og brúnu mynstri og er rosa tæknileg. Maður ýtir á einn takka og hún skýst út svo ýtir maður aftur á takkann og þá lokast hún. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að síðan regnhlífin var keypt hefur ekki rignt.

Bankakonan var ágæt alveg og meira að segja farin að brosa í lok samtalsins en vá hvað ég var hrædd við hana fyrst. Þegar maður opnar bankareikning þá þarf maður að svara allskonar skrítnum spurningum. Hvað gerirðu? hvað ertu með há laun? hversu mikið ætlar þú að leggja inn? hvað ætlarðu að taka mikið út? hversu margar færslur? Skrítnast fannst mér þó að útskýra af hverju ég þarf bankareikning! AF HVERJU? kemur þér ekki við! hahaha

En ég fór og hitti gamlan norskan karl sem meðleigjandinn minn þekkir og við drukkum öll bjór saman. Þessi gamli maður var voða ánægður með mig og sögukunnáttu mína en hann var pínu pervert. Eftir það fór ég á Skyline barinn sem er á 26. hæð og ég drakk meiri bjór. Þar hitti ég strák sem á íslenskan stjúpföður sem vinnur fyrir Eimskip, hann var hress. Ég var landi og þjóð til sóma og yfirgaf barinn síðust allra en missti þess vegna af skoðunarferðinni sem hófst klukkan 9 í morgun. Ég gríp næstu bara.

Ég er að fara í lítið eftir vinnu partý til hennar Isabel (fyrir nönnu, lærlingur í Goethe stofnun) og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera. Á ég að koma með áfengi? er þetta svona drykkju partý? eða á ég að koma með köku? það komu allir með köku í afmælið hans Magnusar sem var fylleríis partý. Ég gæti keypt blóm en mér finnst þetta svolítið flókið allt saman, hver býður fólki í partý eftir vinnu? Ég verð að spyrja Magnus hvað honum finnst.

3 ummæli:

mamma sagði...

Hvernig fór þetta Þóra mín komstu með bandvitlausa gjöf í partýið ? Böðvar biður að heilsa sefur hér í makindum inni grenjandi rigning úti. Búið að vera leiðindaveður síðan þú fórst bara rigning held það sé að rigna allt í einu sem átti að koma í sumar í skömmtum.

xxxx sagði...

Ég mætti með köku og það hitti í mark. þetta var svona matur og dykkju partý. ég er að fara til vilnius eftir tvær vikur með sendiráðsfólkinu!

mamma sagði...

Það er endalaust gaman hjá þér. heyrumst