sunnudagur, 26. ágúst 2007

Krisjana Barona iele

Dagurinn hefur verið ansi rólegur i dag en ég svaf líka til tvö og Magnus meðleigjandinn minn var voða hissa. Held að hann sé svona doldið akkúrat maður (enda norðmaður) sem fer snemma að sofa og vaknar snemma. hann var búinn að fara út að hlaupa og taka til þegar ég vaknaði! en hann er ágætur þrátt fyrir þennan eiginleika, hann hefur verið mjög duglegur að draga mig með þegar hann fer og gerir skemmtilega hluti. Hann er líka voða hjálpsamur og krúttlegur, prentaði út fyrir mig dagskrána í skólanum án þess að ég bæði um það og athugar allskonar hluti fyrir mig. Hann er ofsalega rólegur, ofsalega ljóshærður og bláeygður og ofsalega lágvaxinn.

áðan fórum við upp á þaksvalirnar þar sem má halda grillveislur og svo skoðuðum við gufuböðin i húsinu. Ég sé fyrir mér fínar veislur þegar allir sem ætla að heimsækja mig koma: riga sjampanietis sem er fínasta kampavín Riga og er bleikt á lit i setustofunni í baðsloppunum áður en haldið er í aðra hvora sánuna. Mér þykir þetta svona hæfilega fínt fyrir mitt fólk.

ég á samt eftir að sjá leikfimissalinn en þar eru víst hlaupabretti, hjól og svoleiðis fínerí. held að mín verði orðin fitt og fín eftir önnina.

Borgin er voða fín ég er búin að fara í nokkra leiðangra og skoða en ekkert keypt enn þá. Ég bara svona ráfa um og góni í allar áttir eins og vitleysingur. Langar voða mikið að kaupa blóm af öllum blómasölunum fínu. Það er allt fullt af ofsa fallegum blómum sem kosta sama og ekkert. Það er því mjög auðvelt að vera rosa rjómantískur í þessari borg.

Ég er að spá í að smella mér út á kaffihús og kíkja i tískublöðin sem ég keypti á flugvellinum en náði ekki að lesa því ég var of upptekin við að iðka slökunaræfingar. Það kemur sér vel núna þar sem ég hef ekki fundið búð með útlenskum blöðum.

en þangað til næst bestu kveðjur af Krisjana Barona iele 7/9

Engin ummæli: