jæja ég hef komist að því að önnin mín endar 21.desember en ekki í janúar eins og ég hélt fyrst. Svo það gæti verið að ég komi heim fyrir jól. Verð að skoða þetta eitthvað nánar en ég er svo sem ekkert ósátt því þá missi ég ekki úr næstu önn fyrir norðan.
En það var farið út að borða með Erasmusum í kvöld á fínan stað sem heitir Lido þar sem bæði Rússar og Lettar koma til að borða og dansa. ofsa fínt.
Ég komst að því að Kúka er lettneska orðið yfir köku...mér þótti það fyndið!
Ég er voða þreytt og ætla ekki að þreyta ykkur með lýsingum á deginum mínum því hann var ekkert spes.
heyrumst síðar,
2 ummæli:
enn fyndið kaka þýðir kúkur í hebresku. Annars er ég komin með nýtt takmark í lífinu læra orðið skál á sem flestum tungumálum það er svo auðvelt að koma því að í samræðum sérstaklega á börum hvað er það á lettnesku ? (smá bull).
skal a lettnesku er prieka!
Skrifa ummæli