laugardagur, 25. ágúst 2007

jæja ég er að prófa þetta.
veit ekkert hvað ég er að gera, það er nefnilega allt á lettnesku í þessu blogger dóti.
kannski verður þetta eina bloggfærslan mín...

en jæja það er steikjandi hiti og sól. Ég var svo upptekin af þvi að veturinn er kaldur í riga að ég endaði hér með tvær flíspeysur, ullar nærföt og fullt fullt af peysum en engar stuttbuxur. En það sakar ekki ég fer þá bara að versla!

en jæja ég ætla að fara og fá mér nýtt símanúmer og vona að ég rati heim aftur (þetta er allt pínu ruglingslegt hérna) svo fer ég víst á einhvern skyline bar með fullt af útlendingum sem ég kynntist í gær.

ég læt heyra í mér aftur ef ég get fundið út úr þessu með lettneskuna

kveðja, Riga stelpan

1 ummæli:

Bára sagði...

Gaman að þú ætlir að hafa svona blogg, núna hef ég eitthvað að gera í skólanum :-). Knús Bára