jæja þá er ég loksins búin að ræða við fólkið á þessu dagblaði sem ég fæ að skrifa fyrir. Við eigum að finna eitthvað tengt okkar landi og lettlandi helst viðskiptatengt. Veit ekki alveg með það svo sem. En ég má líka skrifa túristagrein fyrir ríka Letta og ætli það endi ekki bara með því.
Ég er búin að hitta kennarann minn hann Markus og það var rosa fínt. Við spjölluðum yfir kaffibolla og hann sýndi mér uppáhaldsgormei búðina sína. Hreimurinn hans er bara æðislegur. En ég hitti hann aftur uppí skóla alveg óvænt en þá var ég með þýska bekkjarbróður mínum honum Tobias. Ég var búin að spjalla við Markus í smástund þegar Tobias spurði hann hvort hann væri breskur. Ég dó næstum úr hlátri en náði að halda aftur af mér. Tobiasi fannst hann tala svo fína ensku með svo góðum hreim, jeminn mér fannst þetta svo fyndið. Þeir tala næstum alveg eins og að hlusta á þessar samræður var bara skemmtilegast í heimi. Markus er ofsa hress og skemmtilegur og ætlar hann að bjóða mér í mat eftir að hann kemur frá Þýskalandi.
En nú er ég að fá heimsókn á miðvikudaginn. Sólveig ætlar að heimsækja mig en eins og kom fram í kommentari hér framar þá verður Nanna fjarri góðu gamni vegna veikinda. Rosa leiðinlegt en svona gerist víst og við höfum hana bara með í anda. Veit ekkert hvað verður gert en það verður eitthvað brjálað. Versla, drekka bjór, borða góðan mat, versla og drekka bjór býst ég fastlega við. Ó já og kannski spa! Þetta verður stuð og ég get ekki beðið þó að eftirvæntingin litist óneitanlega af pínu svekkelsi þar sem Nanna kemur ekki. En Nanna mín ef þú ert að lesa þá vona ég bara að þér batni sem fyrst og við gerum bara eitthvað skemmtó seinna.
Ég sit á kaffihúsi og á að vera að læra, fór nefnilega út til að fá frið til að skrifa ritgerð. Ég er með svo mikla frestunaráráttu að ég get ekki stöðvað mig í að skrifa nokkur orð hér fyrst og blaðra aðeins á msn áður en ég byrja. Veit ekki alveg hvar þetta endar, hef svei mér þá aldrei verið eins löt. Útum gluggann sé ég iðandi mannlífið; inni í búðinni á móti eru afgreiðsludömur að æfa salsasveiflurnar sínar, drengur með risa stóran tölustafinn fjóra í fanginu hefur gengið framhjá tvisvar og hefðbundin umferðarteppa á annatíma. Mér er bara farið að líka vel við þessa borg.
2 ummæli:
Bara að kvitta og þakka fyrir bloggið í leiðinni mjög gaman að fá fréttir annað slagið. Lítið að frétta sama rigningin og rokið endalaust. Góða skemmtun vinkonur og góðan bata Nanna ef þú lest þetta.
Hæ,hæ Þóra við vorum með vínkonu
minni í bíó á Bratz í gær og við
fengum stærstu stærð af poppi
og við fengum miðstærð af gosi
kveðja solla.
Skrifa ummæli