Þá er helgin að líða og Sólveig á leiðinni heim. Við skemmtum okkur konunglega eins og við var að búast. Við fórum þó ekki í spa...það varð að víkja fyrir bjórdrykkju. Heimsóknin byrjaði ekki vel reyndar því þegar við komum út úr strætónum sem keyrði okkur frá flugvellinum gengum við fram á dáinn mann. Það var fólk þarna hjá svo við bara gengum fram hjá en þetta var rosa óhuggulegt. Ég get ekki sagt til um hvað hafði komið fyrir en mér sýndist hann vera róni. Þetta er náttúrulega ekki eitthvað sem maður sér á hverjum degi hérna og ekki alveg draumabyrjun á ferðinni hennar sólveigar.
En við fórum beint á Pizzastaðinn hinum megin við götuna sem er líka sushistaður. Finnst það svo ótrúlega póst-módernískt og fyndið. En heimsóknin hennar Sólveigar einkenndist af fyndnum veitingastöðum. Við fórum á írska staðinn í morgunmat fyrsta morguninn og fengum fyndnasta morgunmat í heimi, þar voru teknar myndir. Á indverska staðnum var maturinn skrítinn á litinn en bragðaðist ágætlega.
Við fórum líka á markaðinn og þar lenti ég á sjéns. Það var mjög fyndið líka. Sólveig var að kaupa eitthvað (einhvern ávöxt, hún er voða mikið í því núna) en ég rétti gaurnum peninginn og fékk afganginn með rosa fyndnum tilþrifum. Hann var búinn að vera tiltölulega eðlilegur fram að þessu en svo rétti hann mér klinkið rosa hægt og kom við höndina á mér. Við gengum í burtu og ég var enn með pínu hroll af þessum viðreynslutilburðum þá kallar hann á eftir mér ah bjúúdíífúll görrrl með rosalega rúshky hreim. Svo brosti hann tannlausu brosi og við hlupum flissandi í burtu.
Ég afrekaði að fara loksins inn í rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna sem ég geng framhjá annan hvern dag. Fínt að nota gestina til að gera eitthvað sem maður ætlar alltaf að gera en gerir svo ekki. En það var líka svolítil upplifun að fara þangað inn, rosalega íburðarmikil kirkja með íkonum og öll sett gulli. Það eru engir bekkir heldur kemur fólk bara og stendur á meðan presturinn sönglar. Virðist ekki vera neinar eiginlegar messur heldur bara svona drop in. Eftir smá söngl byrjar presturinn að svefla reykelsi af miklu offorsi, þetta var svona rjúkandi gullkúla í keðju. Þetta gerir hann á meðan hann gengur um alla kirkjuna og fólk beygði sig og signdi þegar hann nálgaðist. En þá urðum við náttúrulega pínu skelkaðar og upplifuðum okkur svolítið sem óboðna gesti þar sem við kunnum ekkert þessa signingu. Þannig við læddumst með veggjum og með mikilli útsjónarsemi forðuðum okkur frá blessun.
Við náðum líka að versla smá og þurfti Sólveig að setjast á töskuna sína til að loka henni í morgun. En svo röltum við í strætóinn aftur og heimsóknin á enda. Við sáum engan dáinn mann á leiðinni til baka, það var gott.
3 ummæli:
Tetta hefur verid rosalegt stud. Mer leist nu agaetlega a sensinn. Af hverju vildirdu ekki einn tannlausann? Tu ert nu daldid picky, verd eg ad segja...
Annars er eg haett i skolanum, var ekkert ad finna mig og er nuna ad leita ad vinnu. Er ekkert sma anaegd, tetta lid var svo mikid ad syna sig og svo annsviti ungt lika. Eg held ad eg se nu aldeilis ung i anda eitthvad tvi tau heldu oll ad eg vaeri 22!!! HAHA Suckers.
já þetta unga fólk getur alveg farið með mann. hahah hér halda þau öll að ég sé ekki deginum eldri en 23. Held að það sé hreina loftinu í breiðholtinu að þakka hversu unglegar við erum. Ég keypti rauðvínsflösku í matvörubúðinni um daginn og var beðin um skilríki...mér fannst það stuð. Aldurstakmarkið er 18!
Já þú hefðir kannski átt að tjékka á þessum rússa þá værir þú núna heima hjá tengdó að læra að búa til rauðrófusúpu Það væri ekki dónalegt.
Skrifa ummæli