sunnudagur, 14. október 2007

Ísland - Lettland 2-4

Ég virðist alltaf vera að plata hér á þessu bloggi. Alltaf að segjast vera að fara gera eitthvað en svo verður mér aldrei neitt úr verki einhvern veginn. Við fórum semsagt ekki á Gus Gus tónleikana. Mér er svo sem alveg sama þar sem ég er ekkert mikil Gus Gus manneskja og enn með smá ógeð eftir tónleikana sem við fórum á fyrir nokkrum árum í Perlunni. Það er rosalega langt síðan og ekki sama fólkið í bandinu en þetta voru bara svo spes tónleikar.

Danirnir buðu okkur meðleigjandanum heim að horfa á Ísland - Lettland. Það var fínt að fara í heimsókn og meira að segja pínu stuð að sjá Laugardalsvöllinn. Ég fékk svona "ahhh heima" tilfinningu og kannaðist meira að segja við einn af áhorfendunum. Það þótti þeim fyndið. Rasmus spurði mig upp úr þurru hvort það væru kýr á Íslandi, ég var viss um að ég væri að misskilja eitthvað en nei nei honum fannst alveg líklegt að við ræktuðum ekki kýr. Hann hafði nefnilega lesið að það væru engar kýr á Grænlandi því þeir hafa ekki græn svæði til að geyma þær. Í hans huga erum við dáldið eins og Grænland og Færeyjar, það pirrar mig pínu en ekkert mikið.

Það er norræn kvikmyndahátíð í gangi hér núna og ætlum við að reyna að kíkja á nokkrar. Ég missti af Foreldrum sem var sýnd á frumsýningarkvöldið og frétti seinna að einn leikaranna var þar og sat fyrir svörum eftir sýningu. Það hefði verið áhugavert en ég sé hana bara seinna í vikunni. Við vorum nefnilega að kveðja hana Isabel sem er nú að flytja til Tallinn og ætlar að vera lærlingur í Goethe-stöfnuninni þar. Við ætlum að heimsækja hana í vetur svo þetta var ekki endanleg kveðja. Ég hef nú tekið við þeim vafasama heiðri að vera aldursforsetinn í hópnum og veit ég ekki alveg hvað mér finnst um það. Hún Isabel er nefnilega tveimur mánuðum eldri en ég og þótti mér það bara fínt.

10 ummæli:

Bára sagði...

Það er nú gott að hafa eitthvað á dagskránni :).
Er ekki heldur viss um að mig hefði langað til að sjá GusGus en þú ert sennilega ekki búin að vera nógu lengi úti fyrir það he he (ekki nógu mikil heimþrá).
Þetta er farið að hljóma eins og þú sért bara á Akey. Alltaf nóg um menningaratburði þar eins og hjá þér. hí hí.

Unknown sagði...

Eg man eftir tessum tonleikum i Perlunni. Neibb, reyndar man eg nu bara alls ekki neitt eftir teim nema ad vid vorum tar og eg held ad tad se bara agaett, sakna tess allavega ekki.

Nafnlaus sagði...

Ég man bara að mtv-hóstinn sem okkur þótti svo töff og sætur var þarna, og við sáum hann held ég. annars man ég þetta heldur ekki neitt mjög vel, nema hvað að þetta var voðalega uppskrúfað.

xxxx sagði...

við áttum ekki eins mikinn rétt á því að vera þarna eins og ljósmyndararnir. þeir voru alltaf að ýta okkur til og frá. hljómsveitarmeðlimir einbeittu sér meira að því að pósa en að skemmta áhorfendum. Mér fannst ég eiginlega bara vera að skemma eitthvað fótósjút. hrikalega hallærislegt og viðbjóðslega uppskrúfað.

mamma sagði...

Það er til heimildarmynd um þessa tónleika heima hjá mér ljósmynd úr morgunblaðinu þar sem allavega Þóra sést. Hún var samviskusamlega klippt útúr blaðinu og geymd.

Unknown sagði...

Jaha, nuna eru minningarnar bara farnar ad streyma til baka, eg er greinilega ekki eins gleymin med gamals aldri eins og eg var ad vona.

Het hann ekki Toby? Ja, hann var sko alveg svakalegt hunk. Spurdum vid hann ekki eitthvad asnalegt eins og hvad klukkan var eda eitthvad alika???

xxxx sagði...

jú einmitt inga við spurðum meira að segja á íslensku af því "vissum sko ekki að hann væri frægur útlendingur" ahhh minningar haha

Unknown sagði...

Tetta var nu aldeilis utpaelt hja okkur, enda mjog svo svalt...

Herna er linkur a mynd af kappanum svona til gamans og daemi nu hver um sig hvursu vel hann hefur elst.

http://www.imdb.com/gallery/hh/0024869/HH/0024869/iid_942360.jpg?path=pgallery&path_key=Amies,%20Toby

pabbi sagði...

Hæ Þóra. Ég fór ekki í skólann ídag. Ég er með hálsbólgu og kvef af því ég var úti á peysunni. Kolbrún fór ein í skólann. Við þurfum að flytja úr húsinu í desember. Pabbi er búinn að selja húsið okkar. Afi Haffi á afmæli ídag. er 75. Förum í veislu til Össa.
bless. Sólveig

xxxx sagði...

æjæj sólveig lasarus? vona að þér batni bráðum. held að það verði stuð að flyta í nýja húsið og fara í nýja skólann. bið að heilsa ykkur öllum