fimmtudagur, 22. nóvember 2007

skuldbindingarfælni

jæja lesendur góðir, er að blogga í annað sinn á stuttum tíma. Hvað finnst ykkur um það?

Á morgun fer ég til Tallinn í skemmtiferð sem virðist ætla að verða stelpuferð og ekkert nema gott um það að segja. Við ætlum að heimsækja hana Isabel sem er lærlingur í Goethe-institute í Tallinn en hún var lærlingur hér fyrst. Tallinn ku vera fínasta borg og hlakka ég bara svolítið til að sjá. Marie-louise segir að hægt sé að gera góð jólagjafakaup þar, veit ekkert um það en við sjáum til.

Á eftir fer ég í einhvern skóla í einhverjum bæ sem heitir Ogre og held fyrirlestur um Ísland og íslensku. Ég samþykkti í einhverju meðvirkniskasti að gera þetta fyrir nokkrum mánuðum og er að sjá aðeins eftir því núna. Ég á nefnilega að vera að læra! Veit ekki alveg hvar þetta endar allt með skólann.

En í dag borgaði ég inn á leiguíbúð fyrir norðan og hef þar með gert skuldbindingu um að búa ein og borga fullt í leigu. Mér er bæði létt og er pínu stressuð yfir þessu öllu. Æðislegt að vera komin með samastað og það ein í fyrsta skipti á ævinni. En jeminn hvað þetta er dýrt maður, þetta reddast allt saman. Ég fæ alltaf smá köfnunartilfinningu þegar ég þarf að ákveða eitthvað svona langtíma...eitthvað. En það eru allir velkomnir í heimsókn á Klettastíg eftir áramót. Mig vantar líka rúm, húsgögn og sjónvarp. Gæti samt verið komin með eldhúsborð og stóla.

góðar stundir

p.s. um daginn fór ég í dýragarð og tók myndir sem nú eru komnar á myndasíðuna mína.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey þetta er fyrsta kommentið sem ég set á bloggið þitt.

xxxx sagði...

veiiiii

vertu velkominn ;)

mamma sagði...

Hæ hæ

Bloggaðu bara sem oftast alltaf gaman að heyra frá þér. Þú ert búin að vera svo seig í vetur að þetta bjargast allt. Færð örugglega víðáttu brjálæði fyrir norðan og enginn fyrir. Frábært svo tekuru bara leigu þegar ég kem í heimsókn. Og það verður auðvelt að tala um íslensku tekur bara nýyrðin fyrir. Og góða ferð til Tallin. ;)

Nafnlaus sagði...

Darling Þóra (svona í tilefni af íslensku fyrirlestri.
Hlakka til að heimsækja þig í nýju íbúðina. Fer fram á franska súkkulaðiköku við innflutning.

Kær kveðja, Herdís og familia.
P.S. Hef þig í huga ef einhver er að endurnýja húsgagnaflotann sinn.