þriðjudagur, 6. maí 2008

úbs

Þú veist það er árið 2008 ef.....

1. Þú ferð í partý og byrjar taka myndir fyrir bloggið þitt.
2.
Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3.
Ástæðan fyrir því þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því þeir eru ekki blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus .
4.
Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess ýta bara á takkann á sjónvarpinu.
6.
Kvöldstundir þínar snúast um setjast niður fyrir framan tölvuna.
7.
Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8.
Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa lesa þennan lista.
9.
Þú ert of upptekin/nn taka eftir númer fimm.
10.
Þú virkilega leist tilbaka til athuga hvort þar væri númer
fimm.
11.
Svo hlærðu af heimsku þinni.
12.
Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar. EF þú féllst fyrir þessu ...

ég fékk þetta í pósti frá svilkonunni og fékk eiginlega bara pínu sjokk, það er einhver þarna úti sem þekkir mig svo vel!

nei annars án gríns þá er þessi listi fullyrðinga mjög lýsandi fyrir mitt líf síðustu vikurnar. ég hef sáralítið haft samskipti við fólk án þess að það sé á tölvutæku formi. Ég fékk nú heimsókn að sunnan um daginn jújú, en svo hringdi nanna í gær í gegnum skype og við töluðum um allt og ekkert í 3 klukkutíma. jú þið lásuð rétt ÞRJÁ klukkutíma eftir það rifjaðist upp fyrir mér að ég hef einungis átt samskipti við örfáa útvalda á meðan þessari törn stendur og maður lifandi hvað það verður bætt upp þegar ég skila. Passið ykkur bara!

Listinn góði hér að ofan er eins og ég sagði mjög kunnuglegur en það sem situr mest í mér eftir lestur hans er: hvað er þetta minn sirkus? er ég að missa af einhverju?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég held að þetta sé einhver íslensk tilraun að myspace sem náði ekki alveg að slá í gegn..

sólveig

Unknown sagði...

Tjah þegar maður glottir útí annað og þekkir sig í hverri línu hvað þá??? þú ert þó að læra en ég hangi bara hahahaha..
kv Svilan