Nú er komið að upprisu þessa bloggs og er tilefnið vettvangsrannsókn til Bangladesh í tengslum við Masters-verkefni mitt. Hér mun ég deila reynslu minni af ferðalaginu og vonandi myndum en það veltur á internet aðgengi hversu mikið og oft ég skrifa.
fimmtudagur, 29. maí 2008
Hvítruslahjónin á Valmuevej
Meistarakokkurinn fór í klippingu hjá arabanum á horninu og sportar nú klippingu í ætt við amerískra hermanna. Ég fór í dag að versla í matinn og rakst á þessar líka fínu sólbrillur í tiger (tuígah á dönsku). Svo nú getum við skötuhjúin verið aldeilis í stíl.
Í dag dembdi ég mér á ströndina og komst að því að ég bara verð að kaupa einhverjar töflur, ég gjörsamlega soðna í þessum íslandsvetrarskóm, svona fyrir utan hvað ég er púkó innan um alla frjálslegu og líbó danina í pilsunum og sandölunum.
Nú fer að líða að helginni og við förum að flytja á Valmúaveginn þar sem ég hef ákveðið að rækta kryddjurtir í glugganum og baka allt brauð. Nei djók, myndi aldrei nenna því en ég hlakka samt til að geta farið að elda aftur.
þar til næst, Barbara Anne (eða eitthvað annað álíka hvítruslanafn) og Billy Bob biður að heilsa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
OMG það á að vera varúðarmerki við svona myndum hahahahahaha...
miss U
Svilan
Skil núna hvað þú áttir við þegar þú værir búin að læra að setja myndir inn. Bjóst ekki við þessu.
Þið eruð voða fín svona hehehe. Gat hann ekki tekið myndir af þér? Eða ertu búin að finna út að maður myndast best þegar marr tekur myndirnar sjálfur ;o)
Góða skemmtun á ströndinni og keyptu þér nú einhverjar töflur
knús
Skrifa ummæli