laugardagur, 3. maí 2008

Usssss pirri pú

Ég rembast við að flokka mitt sorp svona upp að því marki að hægt er. Meistarakokkurinn skilur ekki alveg af hverju ég er alveg til í að safna dagblöðum í tonnavís undir eldhúsinnréttinguna en það er enginn blaðagámur hérna. Hef satt að segja ekki séð neinn blaðagám á akureyri fyrir utan þann sem er í sorpu, það þýðir náttúrulega ekki að hann sé ekki til staðar en ég bara veit ekki hvar hann er og á meðan safnast blöðin upp. Ég ætla að dobbla mömmu í endurvinnsluferð á sorpu þegar hún kemur. Hef heldur ekki rekist á dósagáma annars staðar en í endurvinnslunni en hér í blokkinni minni er endurunnið af miklum móð svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því og fer bara með dósirnar mínar niður í kjallara.

Ég losaði mig við bílinn fyrir nokkrum árum og hef því ekki mengað með útblæstri síðan (nema náttúrulega þegar ég fæ bíl lánaðan sem gerist stundum). Ég væri eiturhress með að ferðast á hjóli og menga ekkert ef það væri alltaf hægt. En snjóþunginn hér á Akureyri hefur ekki gefið tilefni til þess svo ég geng eða fæ far (car-pool er nú skárra en að menga fyrir einn farþega).

Ég er alveg til í að ganga töluvert langt í umhverfisvernd og geri svona það sem ég get. En til hvers? Ef eitthvað sjálfstæðispakk á vestfjörðum ætlar bara að planta niður ógeðslegri olíuhreinsistöð og síðasta ríkisstjórn gekk svo langt að sökkva böns af landi til að búa til ógeðslegt álver.

Já já minni mengun ef álver eru rekin á endurnýjanlegri orku. meiri mengun hér ef við byggjum álver! Þessi áhersla á þungaiðnað minnir á áætlanagerð kennd við fimm ár. Hún virkaði ekki í Sovét og mun ekki bæta nokkuð hér.

Lægra olíuverð ef þeir byggja olíuhreinsistöð? glætan! er einhver annar en ég sem efast um það? Getur verið að það sé PR trikk til að fá fólk með sér í lið þar sem fólk er að verða vitlaust á háu eldsneytisverði. Fáið ykkur hjól, takið strætó eða fyllið bílana af fólki í stað þess að keyra einn í hverjum bíl!

2 ummæli:

Bára sagði...

Lifi byltingin!

Nafnlaus sagði...

Sammála!!

Jokkuzinn