miðvikudagur, 4. júní 2008

dókúmentasjón

baðið fína, það þarf samt að halda á sturtuhausnum þegar maður baðar sig og helst að sitja því annars sullast vatn út um allt. En það lúkkar vel!

eldhúsið fína og eldavélin, það virkar bara önnur hellan en það er allt í lagi við eigum bara eina pönnu og engan pott.

Fyrsta kvöldmáltíðin, borðbúnaður er á bretti á leiðinni yfir hafið svo við notumst við viðhaldsfrítt leirtau á meðan. Kertið alveg gerði máltíðina!

Til hvers að deita meistarakokk ef hann getur ekki eldað oní mann endrum og eins?

En hann er til fleiri hluta nýtur, strákurinn! Hér er hann að stilla spánýja sjónbartið okkar og ég dókumentera, það þarf einhver að vera í því (hér má sjá ef vel er rýnt skaða sólarinnar á nefi húsfreyju)

Annars eigum við tvær auka dýnur og sófinn kemur á brettinu svo það er hægt að hýsa hér með góðu móti þrjá gesti og jafnvel fleiri ef viljinn er fyrir hendi. Um að gera að panta og mæta svo bara.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Til hamingju með þetta allt saman, eftir ég sá myndina af stiganum er ég hætt við að koma í heimsókn..!! hahahahaha...
knús frá mér
Svilan

Nafnlaus sagði...

Til hamingju íbúðin er voða fín að sjá á myndunum. Hlakka til að takast á við stigann seinna í sumar.
kv mamma