fimmtudagur, 5. júní 2008

Vinna Vinna

Jæja, vinnan sem ég sagði frá í gær er í höfn. Ég greinilega sjarmaði liðið upp úr skónum. Ég tók bara vinnuna, hef ekki alveg kjark í að segja nei og enda þá kannski bara atvinnulaus. Ef þetta verður leiðinlegt þá bara fer ég að leita að einhverju öðru.

Í dag ætla ég að smella mér til Lundar þar sem Robert rigafari býr. Það verður stuð! Kannski rifjast upp fyrir mér vikurnar hjá Hafdísi og Stulla 1991, best að fara dánlóda roxette og setja á æpoddinn. Þá kemst ég örugglega í fíling.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Góða ferð og skemmtun, finnst bara fyndið að hægt sé að hendast upp í lest og skreppa á milli landa ;) þetta hefur maður upp úr því að búa alltaf á eyju norður í r...gati hahaha...
kv Svilan