nú hef ég verið að heyra af þó nokkrum stympingum og leiðindum hér í köben.
Einhverjum kastað fyrir lest, lífvörður ofurfjárglæframannsins stein bagger verður fyrir skotárás á djúsbar (lýg því ekki DJÚSBAR) og sífellt verið að ræna sjoppur og bari. Þetta kemur allt í fréttum og oft er talað við manninn á götunni til að fá álit hans á þessari ólgu í samfélaginu. Það orð sem kemur hvað oftast upp er orðið: ódanskt. Það er að segja þessar morðtilraunir og rán eru ódanskar og eiga ekki að líðast hér.
Mér er spurn, eru glæpir eitthvað sérstaklega ódanskir og meira útlenskir? eru danir eitthvað minni glæpamenn en til dæmis norðmenn? Ég er alveg sammála því að þessar skotárásir eru ólýðandi og óþolandi en ég veit ekki með sérstaklega ódanskar. Er ekki allstaðar bannað að drepa fólk? ég geri mér grein fyrir því að ég get verið doldið viðkvæm en ég get ekki að því gert en að taka þessu sem dulinni móðgun. Það er verið að gefa það í skyn að glæpahyski eigi ekki heima í Danmörku og geti því bara verið annars staðar, hvar þá? í útlöndum? Hvar er Ísland? jú jú í úúútlöndum og ég er úúútlendingur.
Auðvitað ég að ýkja aðeins, ég tek þessu nú ekki alveg svona persónulega en ég get samt ekki að því gert að finnast ég soldið vera HINN hérna. ég er ekki Dani ég er hinir alveg eins og á Íslandi eru útlendingarnir ekki VIÐ heldur HINIR. Þegar það er tekið sérstaklega fram að aðili sem rænir bar og viðskiptavini bars tali dönsku með hreim get ég nú ekki annað en tekið að aðeins til mín. Ég tala jú með hreim. Hvaða gagn gerir það að tala um að viðkomandi tali með hreim, hvað tala margir hér á landi með hreim? Þetta þrengir hópinn að minnsta kosti ekki mikið og bætir því engu við fréttina. Það er allt eins gott að segja að viðkomandi hafi verið rétt yfir meðalhæð og ekkert meira. Það eru ansi margir rétt yfir meðalhæð. Hvað gerir þessi óþarfa setning í heilli frétt annað en að styrkja fólk í þeirri trú að fólk sem tali með hreim sé hættulegt.
Ég er meinlausasta grey sem fyrirfinnst en tala dönsku með hreim sem fólk gæti farið að tengja við eitthvað hættulegt og það þykir mér miður. Ég fæ alveg sting í magann eins og þegar maður gerir eitthvað af sér þegar ég heyri að ógerningsmaðurinn hafi talað dönsku með hreim, eins og ég liggi undir grun og flýti mér því að segja hátt og snjallt: ÞAÐ VAR EKKI ÉG!
ég vil taka það fram að ég tel dani ekki verri en íslendinga í þessum málum ég bara tek meira eftir þessu hér og kannski legg annan skilning í þetta þar sem ég sit hinum megin við borðið núna.
1 ummæli:
Greinilega stórhættulegt að vera þarna!...híhí...neibb engar fyrir/eftirmyndir strax harf harf..þú verður bara að leggja á þig að skríða norður yfir heiðar þegar þú lendir næst á Fróni..koma í kaffi og með því...
knúz og klemmz
Svilan
Skrifa ummæli