mánudagur, 5. janúar 2009

frost á fróni

Við ákváðum að gera veislumat í kvöld af því við fengum ekkert gott að borða á nýársdag. Við höfum verið að vinna síðan og nú er semsagt komið að okkar nýársfagnaði. Meistarakokkurinn ætlar að bjóða upp á önd með asísku-órans ívafi en ég ætla að bjóða upp á meðlæti úr nýju uppskriftabókinni sem amma kolla gaf mér í jólagjöf. ég þurfti að fara út í búð til að ná í ýmis hráefni og ís í desert sem er ekki í frásögur færandi nema hvað það er ÓGEÐSLEGA kalt.


Ég tók fram hjólið sem ég hef ekki notað á nýja árinu og lásinn var frosinn, ég þurfti að blása í hann eins og ég gerði á Frosta gamla 1999 (fyrsti bíllinn minn, pusjó 204)og Sumarliða árið eftir (bíll númer tvö, Golf). Þegar ég var komin á hjólið og búin að jafna mig á frostbitinu á rassinum tók ég eftir því að báðar handbremsurnar voru frostnar en þó að önnur þeirra hafi hrokkið í gang eftir smá átak þá gat ég heldur ekki skipt um gír. hnakkurinn var svo kaldur að ég er ekki viss um að ég nái yl í bossann fyrir svefninn.

jii hvað ég vona að veturinn verði stuttur!

4 ummæli:

Bára sagði...

Úff hvað það hlýtur að vera kalt :-( Vonandi nærðu hlýju í bossan fyrir svefnin, það er svo vont að vera kalt á honum he he he.
Hér er bara sama sumarblíðan, thank you god. Held að það sé verið að gefa manni smá gjöf eftir kuldann fyrir jólin.
Farðu nú varlega
Knús

Bára sagði...

Ath það er bara eitt -enn í bossan, því við erum að leggja áherslu á hvað hann er lítill, er það ekki?

xxxx sagði...

jú jú hann er svo nettur að hann verðskuldar bara eitt enn ;)

Nafnlaus sagði...

Hvernig er þetta er ekkert að gerast þarna hjá ykkur ? liggiði bara yfir íslenskum fréttum. komaso