mánudagur, 25. apríl 2011

Af plebbisma og bangladesískum fríkadellum

Jæja þá er dagur þrjú í Dhaka að verða búinn og stelpan orðin töluvert sjóaðri en hún var í byrjun. En það verður að segjast að þessi umferð er ekkert grín og hávaðinn, ussss þessi hávaði. Í dag tókum við þriðja viðtalið á tveimur dögum en það var við plebba hjá sameinuðu þjóðunum. sjííís hvað hann var mikill plebbi, afsakið þó að ég bara segi það hreint út. Hann var hrokagikkur með mikilmennskubrjálæði og hnussaði hreinlega yfir sumum spurningunum. Það hafði nú samt ekki tilætluð áhrif þar sem við fengum síður en svo minnimáttarkennd, við gengum út hlægjandi að þessum kjánaskap. Hann var voða hrifinn af því að segja mér allt sem hann vissi um Ísland en hann var víst að deita íslenska stelpu í tvö ár. Hann var ekki eins hrifinn af Danmörku, ég verð að viðurkenna að það hlakkaði aðeins í minni þá.

Viðtölin í gær við lókal gæjana gengu miklu betur, þeir voru ekkert að þykjast vera neitt annað en þeir eru. Svöruðu kannski ekki öllum spurningunum en brostu þá allavega þegar þeir sögðu: now you are approaching a critical issue.

Í morgun fórum við líka á lítinn markað þar sem var hægt að kaupa allt milli himins og jarðar. Skrítnastur var nú samt kjötmarkaðurinn þar sem kjötið stóð fyrir utan í taumi og beið slátrunar. Skemmtilegastir voru karlarnir 5 sem sátu við saumavélar og saumuðu án afláts, þeir voru með svona svartar saumavélar sem þarf að stíga, voða hressir.

Það allra erfiðasta við þessa borg eru betlararnir en þeir eru ansi víða og þá börnin sérstaklega erfið ekki bara vegna þess að þau eru börn en þau eru líka ágengust og oft þykjum við ekki gefa alveg nóg. Það er ofsalega erfitt að horfa upp á eymdina hérna.

En á móti kemur að hér eru margir ofsalega hressir og sérstaklega glaðir að sjá útlendinga, það gerist greinilega ekki alveg á hverjum degi. Okkur er heilsað mjög kurteisislega á hverju götuhorni, good evening mam, how are you? mjög huggó allt saman.

Eftir viðtalið ógurlega fórum við í rólegheit í Norræna klúbbinn og skrifuðum upp viðtalið og snurfusuðum við laugina. Það er nú skrítinn staður, HA? shjííís. Þar eru allir plebbarnir saman komnir með fjölskylduna í tennistíma eða í sundlaugina og drekka bjór. Áfengi er almennt bannað hér í Bangó en útlendingar mega drekka, af því þeir eru ekki múslimar, þetta er allt mjög líberal hérna. Við ákváðum að borða þar líka áður en við fórum heim og viti menn! Á matseðlinum var ekki einn einasti bangladesíski réttur en það var hins vegar hægt að panta fríkadellur. Þetta var svona lítil Skandinavía í miðju bangladesíska brjálæðinu. Mjög spes. En ég ætla samt í maní og pedí og ætla ekki að fá samviskubit yfir því og hana nú (kannski er ég bara plebbi inn við beinið eftir allt saman)

1 ummæli:

Sigga sagði...

Hahah ekkert smá skemmtilegt blogg vá hugsa sér ævintýrið sem þú ert að upplifa vá en gaman:) Ji alveg steikt týpa þessi ji! Hvað eruð að taka mörg viðtöl? Gangi þér rosalega vel elsku þóra og ji fáðu þér nú fríkadellur og einn bjór haldið að sé alveg fyndið:) Knús frá mér í danska:)