þriðjudagur, 28. ágúst 2007

Erasmus fólk

Í dag fór ég í skólann loksins og hitti hina erasmusana. Ég fann réttan sporvagn en mér tókst að fara út á vitlausum stað svo það var 50% árangur í verkefnum dagsins. Ég tók reyndar bara næsta sporvagn og komst þannig alla leið.

En hinir skiptinemarnir eru ofsalega ung greyin og mig langaði soldið að láta mig bara hverfa þarna í smá stund. En komst reyndar seinna að því að tveir aðrir eru á mínum aldri og þeir voru voða ánægðir að uppgötva að þeir væru ekki elstir. Ég er sem sagt elst en ekki laaaannnng elst.


Ég komst líka að því að hópefli er alþjóðlegur andskoti... mikið þykja mér þessir leikir leiðinlegir! Við þurftum að hlusta á fullt af fólki segja okkur að skólinn Riga Stradins er rosa fínn og góður skóli, hér þarf að lesa voða mikið og skrifa fullt af ritgerðum. Ég er svo sem vön því úr HA en sjáum til hvort þetta verði óyfirstíganlegt.

En eftir hópeflisfjörið og fyrirlestrana fórum við á kaffihús sem ku vera vinsæll meðal nemenda en hann er ekki svo langt frá heimili mínu. Þar er setið á púðum eins og á testofunni fínu en þar er einnig hægt að panta vatnspípu með allskyns ávaxtabragði. Litlu spænsku stelpurnar voru voða feimnar við þetta þrátt fyrir að hafa reykt sígarettur frá unga aldri sem er pínu skrítið. En kannski finnst þeim bara tilgangslaust að reykja eitthvað ávaxtadrasl með engri tjöru og engu nikótíni.

Ég þurfti ekki að ganga mjög langt heim en fékk engu að síður fylgd heim að dyrum því litháenski strákurinn lét allan hópinn fylgja mér heim. Þau þurftu að taka á sig pínu krók til þess að ég kæmist heim heil á höldnu. Ég virðist laða að mér fólk sem vill passa upp á mig...það er allt í lagi svo sem...ég hef ákveðið að vera ekkert móðguð yfir því.

Andrea, Riga er barasta mjög kúl borg spurðu bara Steina! En ég er hér bara í eina önn sem skiptinemi og fer svo aftur norður til að klára.

sæl að sinni,

6 ummæli:

mamma sagði...

Ég er soldið ánægð með varðmennina(þetta gæti verið stórhættulegur staður)broskall

pabbi sagði...

Jæja. Loksins búin að finna út úr þessari bloggtækni. Best ég pikki f.okkur. Pabbi þinn notar bara vísifingurinn..
Gott að allir passa upp á þig. Ekki veitir nú af...
Meira seinna.
Pabbi,Jóna og stelpurnar

Bára sagði...

Hæ skvís. Gaman að allt gangi vel. Gott að þú getur tekið að þér hlutverk gömlu konunnar í hópnum. Ég er hvíldinni fegin :-)
Góða skemmtun með hinum rassmussonum. Bára

Herdís sagði...

Thora klukkan er fjogur og eg er buin ad vera i tremur londum i dag! Egyptalandi, Israel og er nuna a netkaffi i Jordan. Tad er sami vatnspipu, puda og te-filingurinn herna hja mer.

xxxx sagði...

já mér skilst að maður kommentari styllingin sé þannig að fólk þurfi að skrá sig. ég kann ekki að breyta þvi og allt er á lettnesku en ég ætla nú samt að reyna það. en gaman að heyra í ykkur öllum

mamma sagði...

Ég er enn að kíkja á hverjum degi. Þurfti bara að skrá mig einu sinni svo kemur þetta sjálfkrafa. Sá bröndótti biður að heilsa held hann sé enn að verja landið sitt ég vakna reglulega við lætin á nóttunni.