sunnudagur, 26. ágúst 2007

Háskaför á Moskvustræti

Ég fór ekkert á kaffihús því Magnus ákvað að sína mér rússneska hverfið. Hér í borg búa nefnilega bæði rússar og lettar. Það er töluð bæði rússneska og lettneska en þeir tala ekki mikið saman. Lettarnir eru yfirleitt betur settir en Rússarnir.

Við byrjuðum á því að fara í kirkjugarð sem var svona allur í hrúgu og hver gröf ofan í hinni. Krossarnir og legsteinarnir voru allir skakkir og þetta var allt frekar spúkí svona. Það voru rosa há tré sem skyggðu á sólina og myndir á legsteinunum sem störðu á mann.

Ég hélt að þetta væri bara smá rölt sem myndi ljúka þegar við kæmumst í gegnum þennan draugalega kirkjugarð. En svo var ekki, það þurfti nefnilega að sýna mér hættulega hverfið líka sem er víst ekkert svo hættulegt á daginn. Mér fannst leiðsögumaðurinn norski samt virðast pínu stressaður þegar við mættum strákagengjunum í íþróttagöllunum með gullkeðjurnar. Ég var alla vega skíthrædd!

Þetta hverfi er í ofsalegri niðurníðslu og við myndum ekki geyma hross í sumum af þessum hjöllum. Aðalgatan heitir Maskavas iela eða Moskvustræti. Fólkið í þessu hverfi myndi víst frekar kjósa kommunismann því það varð illa úti við breytingarnar. Það er lika ofsalega erfitt að vera á ellilífeyri og þarf fólk oft að rækta grænmeti og selja á mörkuðum til að hafa í sig og á. Hluti af rússneska hverfinu er gamalt gettó úr seinni heimstyrjöldinni svo mikil og átakanleg saga á tengist því. En gyðingar eru ekkert vinsælir hérna svo að það er ekkert verið að minnast þeirra sérstaklega.

Við sáum alveg risa stóra byggingu sem er eiginlega ekki í notkun nema smá partur af henni því lettar þola hana ekki. Hún var nefnilega gjöf frá Stalín forðum og þykir það ekki vinsælt hér í landi. Lettar eru að rífa niður fullt af byggingum í miðbænum sem minna á kommunismann og byggja aðrar súper nýtískubyggingar í staðinn. En fókusinn er samt á miðbæinn og hefur þetta rússneska hverfi ekki fengið neina athygli frá yfirvöldum. Þegar við komum úr hverfinu og i miðbæinn snarbreyttist umhverfið og alls staðar voru auglýsingaspjöld og tískuvöruverslanir og allt í einu vorum við komin í evrópu aftur.

4 ummæli:

mamma sagði...

hæ hæ hlakka til að koma í bleikt kampavín. Allir biðja að heilsa úr afmælinu hjá Nótt. Flott hvað þú er duglega að blogga, halda svona áfram takk. kveðja mamma

Hjördís sagði...

Blessuð Þóra!

Ég var búin að gleyma að þú værir að fara út, lúðinn ég.

Hlakka til að fá að fylgjast með þér :D

Lósý sagði...

Hæ Þóra, gaman að lesa svona skemmtilegt blogg, gott að heyra að þér gengur vel að aðlagast nýjum aðstæðum.
Kveðja Lósý

xxxx sagði...

vei vei það eru bara allir að skrifa komentari. bjóst við að kannski þrír myndu lesa bloggið mitt.