mánudagur, 27. ágúst 2007

stelpuhangs

Í dag fór ég og hitti þrjár stelpur sem komu í partýið á föstudaginn og fórum við á mjög skemmtilegan te stað. Það er svona lítið hringlaga glerhús á tveimur hæðum og uppi eru dýnur og koddar og allir flatmaga þar með teið sitt á bökkum. Þarna sátum við fjórar og drukkum hver sína te-tegund umkringdar ástföngnum pörum í sleik. Það kom svo sem ekkert að sök þar sem við blöðruðum mestan tíman en ég get svarið það þegar ég leit í kringum mig roðnaði ég bara pínu. Ég var satt best að segja að því komin að biðja ,,þetta fólk'' um að fara bara eitthvert annað (ég er ekkert bitur eða neitt svoleiðis!).

En þetta var samt voða sætur og skemmtilegur staður með fullt fullt af tegundum að tei og ég var í alvöru ekkert pirruð yfir ástföngnu pörunum. Eftir teið fórum við og borðuðum þannig að þetta var heljarinnar hangs. Mjög kærkomið breik frá hangsi ein og líka bara allt öðruvísi en að hanga með strák. Það var talað um stráka, föt og svoleiðis.

Á morgun fer ég í undirbúningsvikuna í skólanum og vonandi eignast fleiri vini þar. Ég er að uppgötva að ég þarf dáldið að hafa fólk í kringum mig. Það verður líka spennandi að sjá hvernig gengur að taka tramm í skólann... skildi ég fara út á réttum stað? finn ég stöðina þar sem tramminn stoppar? kemur í ljós!

heyrumst

3 ummæli:

mamma sagði...

kvitt

Andrea sagði...

Þar sem ég missti af því að hitta þig og Herdísi áður en þú fórst (og við ekki nógu klárar að hittast í sumar!) þá hef ég ekki grun um hvað þú ert að gera í Riga!
Geri ráð fyrir að það sé námstengt... en Riga?
Var engin 'svalari' borg laus :-þ

Knús

steiniplastik sagði...

undarlegt... ég var einmitt út í Riga um helgina á spila á Klusa Daba (sem Yagya). hefði ég vitað að þú værir þarna, hefði verið gaman að rekast á þig! uhmm... oh well kannski næst .. en ég gisti meira segja á Kristjana Barona 44 á hosteli sem heitir The house.

Riga er æðisleg borg, mér fannst gaman að vera þarna.

gangi þér vel þarna..